EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8088

Titles
  • is

    Klínísk starfsemi lyfjafræðinga á LSH. Áhrif íhlutana og viðhorf annarra heilbrigðisstétta

  • Clinical work of pharmacists at LSH. The impact of interventions and the attitudes of other health professionals

Submitted
May 2011
Abstract
is

Klínísk þjónusta lyfjafræðinga er í stöðugri þróun hér á landi en þónokkuð á eftir löndum á borð við Bretland og Bandaríkin þar sem slík starfsemi er einna lengst á veg komin. Nauðsynlegt er að kanna þá starfsemi sem þegar er til staðar til að fá vísbendingar um hverju hún skilar bæði klínískt og hagrænt. Fyrir þróun starfseminnar er einnig mikilvægt að vita hvert viðhorf annarra heilbrigðisstétta er til hennar.
Meginmarkmið rannsóknarinnar voru að endurhanna og prófa skráningarblað fyrir íhlutanir lyfjafræðinga á LSH ásamt því að meta klínísk og hagræn áhrif íhlutana. Einnig að kanna viðhorf heilbrigðisstétta til klínískrar þjónustu lyfjafræðinga á LSH. Skráningarblað var endurhannað út frá eldra skráningarblaði. Lyfjafræðingar sem skráðu íhlutanir lögðu mat á klínískt mikilvægi íhlutana eftir ákveðnu flokkunarkerfi. Rannsakandi lagði mat á hagræn áhrif út frá skráningu. Viðhorf heilbrigðisstétta var kannað með rýnihópaviðtölum við hjúkrunarfræðinga, deildarlækna og sérfræðinga.
Lyfjafræðingar áttu oftast frumkvæði að íhlutunum (83,2% tilfella) og nær allar íhlutanir voru teknar til greina af læknum. Íhlutanir voru metnar þýðingarmiklar í 64,5% tilfella og ákaflega eða mjög þýðingarmiklar í 13,1% tilfella. Við reikninga á beinum læknisfræðilegum kostnaði fékkst sparnaður upp á tæpar 140.000 kr. miðað við 176 íhlutanir. Hagræna mat þessarar rannsóknar er aðeins vísbending um sparnað og því er viðameira hagrænt mat í tengslum við klíníska starfsemi lyfjafræðinga á LSH verðugt verkefni.
Viðhorf hjúkrunarfræðinga og deildarlækna til lyfjafræðinga er almennt jákvæðara heldur en sérfræðinga. Þátttakendur telja klíníska starfsemi lyfjafræðinga á deildum hafa eða geta haft aukin áhrif á gæði þjónustunnar og stuðlað að sparnaði þegar á heildina er litið. Niðurstöður viðhorfskönnunar þessarar munu nýtast til frekari þróunar klínískrar starfsemi lyfjafræðinga á LSH.

Accepted
30/04/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Olof.Asta.Josteinsdottir.pdf1.83MBLocked Complete Text PDF