is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8092

Titill: 
  • Færri, stærri og öflugri? Hvað hvetur stéttarfélög til samruna og hvað einkennir samrunaferli þeirra?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samrunaferli stéttarfélaga og þá einkum og sér í lagi hvatann á bak við þá og einkenni. Skoðaður var samruni þriggja stéttarfélaga. Í fyrsta lagi Stéttarfélag Vesturlands, þar sem þrjú stéttarfélög runnu í eitt. Í öðru lagi sameiningar innan VR þar sem Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar og Verslunarmannafélag Akraness sameinuðust VR. Að lokum Eflingu stéttarfélag, þar sem Dagsbrún, Framsókn, Starfsmannafélag Sókn, Félag starfsfólks í veitingahúsum og Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, sameinuðust í eitt félag. Þátttakendur rannsóknarinnar voru níu en þeir voru formenn eða starfsmenn stéttarfélaganna og tóku þátt í samruna þeirra.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að með því að ganga út í samruna eru stéttarfélögin að bregðast við umhverfi sínu og kröfum frá félagsmönnum en aukin krafa um þjónustu frá þeim hefur aukist. Við samruna geta þau veitt betri og sérhæfðari þjónustu og félagið verður öflugra í heild sinni. Forystumenn félaganna eru hitinn og þunginn í ferlinu en það er þeirra að taka af skarið og knýja fram samruna og ef eitthvað er ekki eins og þeir vilja hafa það geta þeir líka komið í veg fyrir hann. Einnig getur stolt hamlað því að stéttarfélögin taki af skarið og biðji önnur félög um samruna. Félagsmenn eru mjög opnir fyrir samrunanum en þó gætir mikils félagsdoða meðal hreyfingarinnar. Samstarfið gekk alls staðar vel en mjög mikilvæg hugsun í þessu ferli er jafningjahugsunin, allir hafa sitt fram að færa og enginn hefur á tilfinningunni að verið sé að gleypa þá. Forystumenn félaganna voru allir sáttir eftir að hafa gengið í gegnum samruna með sitt félag.

Samþykkt: 
  • 30.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Halldórsdóttir.pdf790.04 kBLokaðurHeildartextiPDF