EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8100

Titles
  • is

    Fjárhagsáætlun, betri áætlun eða handan áætlunar. Rannsókn í fjórum fyrirtækjum

  • Budgeting, Better Budgeting or Beyond Budgeting

Submitted
April 2011
Abstract
is

Markmið ritgerðarinnar er að kanna fræðilegan bakgrunn kenninga um fjárhagsáætlun, betri áætlun og handan áætlunar og greina eiginleika og takmarkanir þessara aðferða. Vinnuaðferðir við gerð fjárhagsáætlunar er rannsökuð hjá fjórum íslenskum fyrirtækjum, ánægja með það ferli og vilji til breytinga. Jafnframt er kannað hverjar séu forsendur þess að hin sömu fjögur fyrirtæki taki upp aðferðarfræði handan áætlunar við stjórnun síns rekstrar.
Til að bæta marga af göllum fjárhagsáætlunar notar aðferðin „betri áætlun“ (better budgeting) ólík hjálpartæki í fyrirtækjastjórnun sem komið hafa fram á síðustu árum. Aðferðin „handan áætlunar“ eða „lengra en áætlun“ (beyond budgeting) gengur enn lengra. Aðferðin byggir á 12 grunnatriðum í stjórnun og rekstri. Þá er gjarnan notast við stjórntæki, einkum stefnumiðað árangursmat og verkþáttakostnaðargreiningu. Þar sem ekki er gerð fjárhagsáætlun, eru markmið ekki miðuð við hana. Þess í stað miðast markmið við innri og ytri mælieiningar sem eru ekki fyrirfram fastsett. Ákvarðanir og ábyrgð er flutt til framlínustjórneda og þar með eykst dreifstýring.
Spurningar voru lagðar fyrir stjórnendur Deloitte hf, PwC, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Í niðurstöðum kom fram nokkur gagnrýni á fjárhagsáætlun. Þremur fyrirtækjum er ráðlagt að innleiða grunnatriði handan áætlunar og kanna samhliða betur þörfina á innleiðingu á aðferðinni handan áætlunar. Endurskoðunarfyrirtækin eru minna gagnrýnin á fjárhagsáætlun en orkufyrirtækin. Vinnubrögð endurskoðunarfyrirtækjanna eru meira í takt við grunnatriði handan áætlunar en hjá hinum fyrirtækjunum. Orkufyrirtækin eru hins vegar lengra komin í innleiðingu stjórntækja sem henta aðferð handan áætlunar.

Accepted
02/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Ritgerðartexti[1] ... .pdf904KBOpen Complete Text PDF View/Open