is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8101

Titill: 
  • Börn og skilnaðir foreldra. Áhrif skilnaða og leiðir til að draga úr þeim
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á neikvæð áhrif skilnaðar á börn. Börn fráskilinna foreldra eru líklegri til að eiga við sálrænan, félags-, hegðunar-, og námslegan vanda að stríða. Það er ekki endilega skilnaðurinn sjálfur sem hefur þessi neikvæðu áhrif heldur breytingarnar sem hann hefur í för með sér, deilur foreldra og skortur á foreldrasamvinnu.
    Til að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaðar þurfa foreldrar að vinna að málefnum barna sinna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og leggja eigin deilumál og tilfinningar til hliðar. Þannig geta þeir náð samvinnugrundvelli og unnið í sameiningu að málum barna sinna, deilt með sér forsjá og séð til að þau njóti reglulegrar umgengni við báða foreldra sína. Jafnframt þurfa foreldrar að sjá til að sem minnstar breytingar verði á aðstæðum barna eftir skilnað þegar kemur að flutningum, samverustundum með foreldrum og stofnun stjúpfjölskyldu.
    Yfirvöld geta átt sinn þátt í því að draga úr neikvæðum áhrifum skilnaða á börn. Annars vegar með því að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá þótt annað foreldri sé því mótfallið. Hins vegar með því að skylda foreldra til að mæta í skilnaðarráðgjöf áður en hægt er að ganga frá lögskilnaði eða sambúðarslitum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf337.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna