EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8112

Title
is

Að hefja sambúð?

Submitted
June 2011
Abstract
is

Ritgerðin, Að hefja sambúð?, fjallar um það hvaða fjárhagsleg áhrif það hefur fyrir tvo einstaklinga að hefja sambúð eða hvaða áhrif það hafi fyrir þau að búa áfram á tveimur stöðum. Þeir hagrænu þættir sem eru skoðaðir eru húsaleiga, húsaleigubætur, barnabætur, persónuafsláttur og niðurgreiðsla leikskólagjalda. En upphæðir allra þessa þátta, nema persónuafsláttar, eru breytilegar eftir hjúskaparstöðu, eignum og tekjum.
Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að mælt er með því að hafin sé sambúð og hún skráð eins og lög gera ráð fyrir, þar sem það munar ekki eins miklu á greiðslubyrði fyrir þau og ef þau hefðu valið að búa á tveimur stöðum. Með því að velja þann möguleika eru þau í fyrsta lagi að fara að lögum og taka samfélagslega ábyrgð auk þess sem þau eru ekki að taka áhættu af því að þurfa að borga ofgreiddar húsaleigubætur eða barnabætur til baka með álagi vegna þess að þau hafi fengið bætur frá samfélaginu sem þau áttu ekki rétt á. Einnig er mælt með því að fara í sambúð ef eitthvað kæmi upp á sem myndi breyta fjárhagsstöðu þeirra verulega eins og atvinnumissir eða mikil launalækkun annars hvors þeirra eða beggja að þá kæmi betur út fyrir þau fjárhagslega að vera búin að skrá sig í sambúð.
Þegar skoðaðar voru hvaða áhrif það hefði fjárhagslega fyrir fólk að skrá sig í sambúð kom í ljós að sá þáttur sem hafði hvað mest áhrif á þá ákvörðun var að þau greiddu umtalsvert lægri leigu en áður. Hafði sá þáttur það mikil áhrif að þrátt fyrir að þau misstu húsaleigubæturnar alveg, þau fengju lægri barnabætur og greiddu hærri leikskólagjöld var heildarafborgun þeirra vegna þessara kostnaðarliða lægri.

Accepted
02/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaskil Bs.pdf183KBOpen Complete Text PDF View/Open