is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8117

Titill: 
  • NOVA. Ritgerð sem byggir á rannsóknarspurningunni:
    Velja háskólanemar Nova framyfir önnur farsímafyrirtæki og þá af hverju?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nova er fyrirtæki sem hefur náð gríðarlegum árangri og mætt mikilli velgengni síðan það var stofnað árið 2007. Það var valið markaðsfyrirtæki ársins 2009 af ÍMARK og hlaut hæstu einkunn allra farsímafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni bæði árin 2009 og 2010, en hún metur ánægju viðskiptavina. Vorið 2011 gerði undirritaður nemandi í viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands rannsókn á því hvort háskólanemar velja Nova frekar en önnur farsímafyrirtæki og setti fram tilgátu um að jákvætt samband ríkti þar á milli.
    Greint var frá Nova fyrirtækinu, sögu þess, hlutverki og markmiðum, vinnustaðnum og þeirri þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Einnig er markaðsstefna og markaðsstarf fyrirtækisins skoðuð og samkeppnisaðilar greindir ásamt því hvernig Nova hefur skapað sér sérstöðu á farsímamarkaðinum þar sem mikil samkeppni ríkir. Gerð var rannsókn til þess að svara rannsóknarspurningunni hér að ofan. Rannsóknin var gerð með því að leggja spurningakönnun fyrir 500 háskólanema. Hún var send á netföng þeirra nemenda sem hafa gefið leyfi til þess háttar en þeir stunda nám við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, Háskólann á Bifröst og Háskóla Akureyrar. Spurt var meðal annars um hjá hvaða farsímafyrirtæki þátttakendur væru, hvað skipti þá mestu máli við val sitt á farsímafyrirtæki, hvaða farsímafyrirtæki nær best til þeirra með markaðsstarfi sínu, hvaða fyrirtæki er með jákvæðustu ímyndina og einnig voru spurningar sem snéru eingöngu að Nova. Spurningakönnuninni lauk þegar 500 svöruðum spurningalistum hafði verið náð. Notast var við forritin SPSS og Excel til að breyta svörum í nothæfar upplýsingar og sýna niðurstöður á myndrænan hátt.
    Niðurstöður sýndu meðal annars að meirihluti þátttakenda er í viðskiptum við Nova og ástæðan fyrir því er lág verðlagning fyrirtækisins og það að viðskiptavinir þess hringja fyrir 0 kr. Nova í Nova. Einnig nefndu þeir að skemmtilegt og öðruvísi markaðsstarf hafi staðið fyrir vali þeirra á fyrirtækinu ásamt góðri þjónustu þess. Flestir vilja ekki vera í viðskiptum við annað farsímafyrirtæki en þeir eru hjá og fróðlegt var að sjá hversu margir þátttakendur myndu mæla með Nova þótt þeir væru ekki sjálfir í viðskiptum hjá fyrirtækinu. Nova aðgreinir sig frá öðrum farsímafyrirtækjum með lágri verðlagningu og öðruvísi markaðsstarfi samkvæmt niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NOVA LOKASKIL 1. maí lokapdf.pdf2.37 MBLokaðurForsíðaPDF