is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8119

Titill: 
  • Vitnaskylda í sakamálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á hverjum degi upplifum við margs konar aðstæður og samskipti við fólk, ýmist með beinni þátttöku eða sem sjónarvottar. Í fæstum tilvikum reynir á að við þurfum að gera grein fyrir slíkri upplifun heldur rennur hún oftast nær saman við aðra hversdagslega hluti sem við gefum annars lítinn gaum. Án þess að ætla sér að blandast inn í þunglamalega meðferð sakamála geta einmitt hinar hversdagslegustu aðstæður á svipstundu breyst í mikinn harmleik sem við stöndum frammi fyrir að hafa orðið vitni að. Ekki nóg með að þurfa að takast á við áfall sem af slíku leiðir, heldur getur maður sömuleiðis átt von á að verða skyldaður til að koma fyrir dóm og lýsa málsatvikum, hvort sem manni líkar betur eða verr.
    Með ritsmíð þessari er það ætlun höfundar að fjalla um vitnaskyldu í sakamálum og þá fyrst og fremst út frá lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Umfjöllunin takmarkast við hvað felst í vitnaskyldunni og þá einkum hverjum er skylt að koma fyrir dóm og gefa þar skýrslu, hverjir eru undanþegnir því og hvernig brugðist er við þegar vitni ýmist neita að tjá sig eða skorast undan því að koma fyrir dóminn og sinna þessari lögfestu samfélagsskyldu.
    Í upphafi er helstu efnisreglum sem varða vitnaskylduna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð gerð skil en þær eru hafðar til hliðsjónar þegar fjallað er um íslensku reglurnar. Þá verður að hafa margs konar þjóðréttarreglur til hliðsjónar og ber þar helst að nefna reglur Mannréttindasáttmála Evrópu útfærðar af Mannréttindadómstól Evrópu en reglum sáttmálans, sem hafa áhrif á vitnaskylduna, er gerð skil í þriðja kafla ritgerðarinnar. Í fjórða kafla er aftur á móti fjallað um helstu reglur sem varða sönnun og sönnunargögn í sakamálum. Meginþungi umfjöllunarinnar liggur í fimmta kafla þar sem efnisreglum 18. kafla núgildandi sakamálalaga um vitnaskyldu er gerð skil. Í upphafi kaflans er fjallað um hverjum er skylt að koma fyrir dóm og gefa skýrslu og hvernig staðið skuli að boðun slíkra aðila. Sýni vitni ekki vilja til að koma fyrir dóminn er boðun framfylgt með kvaðningu og að lokum er ákæranda heimilt þegar annað þrýtur að láta handtaka vitni og færa fyrir dóminn. Nánar er fjallað um þessi úrræði og heimildir dómara til að láta skýrslugjöf af vitni fara fram á öðru dómþingi eða í gegnum síma. Frá vitnaskyldunni gilda ýmsar undanþágureglur en þeim sem eru nákomnir ákærða og þeim sem hafa gengist undir störf sem þagnarskyldureglur eiga við er ýmist heimilt eða skylt að víkjast undan skyldunni. Sama gildir um þá sem gætu með vitnisburði fellt sök á sjálfa sig eða einhvern nákominn sér. Að lokum er fjallað um þau úrræði sem standa til boða ef vitni skýrir rangt frá fyrir dómi eða sinnir hvorki mætingarskyldunni eða tjáningarskyldunni. Farið er yfir þvingunarheimildir sem unnt er að beita vitnið og sömuleiðis hvaða lögbundnu úrræði standa til boða þegar þvinganir reynast ekki mögulegar eða líklegar til að skila árangri.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða-pdf.pdf42.5 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Vitnaskylda í sakamálum- pdf.pdf377.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing vegna lokaverkefnis.pdf49.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF