is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8143

Titill: 
  • Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD): Önnur úrræði en lyfjagjöf í meðferð ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er heimildaritgerð og unnin út frá íslenskum og erlendum heimildum. Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á helstu einkenni, tíðni og orsakir ADHD. Auk þess að fá yfirsýn yfir helstu meðferðaraðferðir sem notaðar eru til að draga úr einkennum röskunarinnar. Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er þroskaröskun og eru helstu einkenni hennar hvatvísi, ofvirkni og athyglisbrestur. Einkennin þurfa vera komin fram fyrir sjö ára aldur og koma fram í að minnsta kosti tveimur aðstæðum til að uppfylla greiningarskilyrði. Tíðni ADHD er á milli 1,5-8% sem þýðir um 720-3300 börn á aldrinum 6-18 ára á Íslandi gætu verið með röskunina. Ekki er alveg ljóst hvað veldur röskuninni en talið er að um samspil erfða og umhverfis sé að ræða. Einkenni ADHD eru oft meðhöndluð með lyfjum en tilætlaður árangur næst ekki hjá 20-30% barna. Mataræðis inngrip er aðferð sem hefur höfðað til margra sem hafa áhyggjur af öryggi og árangri lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að mataræði geti haft áhrif á einkenni ADHD til að mynda hafa aukefni slæm áhrif á einkenni ADHD. Auk þess hefur verið sýnt fram á að því lægra hlutfall Omega-3 í líkamanum því alvarlegri er hegðunarröskunin. Ekki hefur tekist að sýna fram á að sykur hafi áhrif á hegðun barna. Atferlismeðferð er styðjandi aðferð sem hægt er að nota samhliða lyfjameðferð. Aðferðin getur dregið úr einkennum og létt á tilfinningavanda sem fylgir röskuninni. Markmið meðferðarinnar er að aðstoða börn með ADHD til að sýna þá getu sem þau þegar kunna.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freydís AÐalsteinsdóttir.pdf580.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna