is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8177

Titill: 
  • Einelti meðal barna frá sjónarhorni lögfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einelti er vandamál sem er í senn alvarlegt, of algengt og alþjóðlegt. Í ritgerðinni er sjónum sérstaklega beint að einelti meðal barna, þ.e. þegar barn eða börn leggja annað barn eða börn í einelti. Megintilgangur ritgerðarinnar er sá að kanna hvernig íslensk löggjöf tekur á einelti meðal barna, á beinan eða óbeinan hátt, og hvort slíkt sé gert svo fullnægjandi sé.
    Helstu spurningarnar sem leitast var við að svara í ritgerðinni eru eftirfarandi: 1) Með hvaða hætti er í íslenskum lögum, stjórnvaldsfyrirmælum og öðrum réttarheimildum, reynt að tryggja að einelti meðal barna eigi sér ekki stað? 2) Hver eru réttarúrræði barna vegna eineltis samkvæmt íslenskum lögum, og hversu virk eru þau? 3) Tekur íslenskur réttur nægilega vel á því vandamáli sem einelti meðal barna er?
    Ritgerðin er svo í grófum dráttum þannig uppsett að í 2. kafla er fjallað almennt um einelti skilgreiningu hugtaksins, tíðni eineltis og áhrif. Í 3. kafla er sjónum beint að þeim alþjóðlegu sáttmálum og samningum sem Ísland er aðili að og skipta máli varðandi einelti meðal barna. Í 4. kafla er að finna umfjöllun um hvar í íslenskri löggjöf má finna réttarreglur sem telja má að hafi forvarnargildi gegn einelti meðal barna. Í 5. kafla er að finna lýsingu á því hvar í löggjöfinni er að finna réttarreglur sem kveða á um viðbrögð og úrræði í kjölfar eineltis meðal barna. Í 6. kafla leggur höfundur mat á það hvort íslenska löggjöfin og framkvæmd hennar uppfylli þær kröfur sem Ísland hefur skuldbundið sig til að hlíta samkvæmt alþjóðlegum samningum, ásamt því sem skoðað verður hvort þörf sé á úrbótum á íslenskri löggjöf er snýr að einelti á börnum, og þá í hverju þær gætu falist. Lokaorð eru svo að finna í 7. kafla ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Final.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna