EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8180

Title
is

Er evran hagkvæmur kostur fyrir Ísland?

Submitted
June 2011
Abstract
is

Eitt stærsta verkefni sem stjórnvöld á Íslandi standa frammi fyrir er ákvörðun um tilhögun gjaldmiðilsmála á Íslandi til framtíðar. Skynsamleg stjórnun og fyrirkomulag gengis- og peningamála er forsenda fyrir því að efnahagslífið vaxi og dafni. Valið stendur á milli þess hvort halda eigi í núverandi fyrirkomulag efnahagsmála með krónu og fljótandi gengi eða með upptöku evru. Kostir og gallar fylgja báðum leiðum en fyrirliggjandi rannsóknir og skýrslur eru hér teknar saman til að fá góða mynd af eiginleikum upptöku evru fyrir Ísland. Miklir efnahagslegi erfiðleikar eru innan evrusvæðisins sem skapa mikla óvissu um framtíð evrunnar.
Samkvæmt kenningu Robert Mundell um hagkvæmt myntsvæði fellur Ísland á öllum skilyrðum þess að ganga í myntbandalagið. Á móti gæti Ísland aðlagast bandalaginu ef evran yrði tekin upp. Spurningin er því hvort stöðugri gjaldmiðill, líkt og evran er, gefi Íslendingum meiri ábata en sá kostnaður sem fylgir upptöku hennar?
Niðurstaðan er að halda í krónuna vegna þeirrar óvissu sem umlykur evruna í dag og endurmeta stöðuna um leið jafnvægi næst aftur á evrusvæðinu.

Accepted
03/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Kristjana Lind Hil... .pdf987KBLocked Complete Text PDF