is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8183

Titill: 
  • Markmiðasetning og mælingar á árangri auglýsingaherferða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtæki alls staðar í heiminum verja háum fjárhæðum í auglýsingaherferðir á ári hverju og vilja að þær skili þeim árangri. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að fæst fyrirtæki setja sér mælanleg markmið fyrir auglýsingaherferðir sínar en slík markmiðasetning er forsenda þess að hægt sé að mæla árangur þeirra.
    Markmið þessarar rannsóknar voru tvíþætt. Annars vegar að afla upplýsinga um hvort og þá hvaða markmið auglýsendur á Íslandi setja sér áður en þeir fara af stað með auglýsingaherferð. Hins vegar að afla upplýsinga um hvort og þá hvernig auglýsendur á Íslandi mæla árangur auglýsingaherferða sinna.
    Lagt var upp með fimm rannsóknarspurningar. Til að svara þeim var gerð megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar sem send var rafrænt á markaðstjóra 100 stærstu fyrirtækja landsins miðað við starfsmannafjölda. Alls tóku 26 fyrirtæki þátt í rannsókninni og skiptust nokkurn vegin til helminga í stór og meðalstór fyrirtæki.
    Niðurstöður sýndu að rúmlega helmingur fyrirtækjanna setur sér oft eða alltaf mælanleg markmið áður en þau fara af stað með auglýsingaherferð. Oftast eru sett markmið um sölu, að ná ákveðinni auglýsingaeftirtekt og að hafa áhrif á ímynd vörumerkis.
    Þegar kemur að mælingum á árangri auglýsingaherferða leiddu niðurstöður í ljós að tæpur helmingur fyrirtækjanna mælir árangurinn oft eða alltaf. Oftast eru mældar breytingar í sölu og markaðshlutdeild en einnig mæla fyrirtækin frekar oft vörumerkjavitund og ímynd markhóps á vörumerkinu. Að lokum sýndi rannsóknin að fyrirtækin nýta sér í miklum mæli þjónustu og álit auglýsingastofa, birtingafyrirtækja og markaðsrannsóknafyrirtækja þegar kemur að auglýsingaherferðum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
halla_bjork_ms_ritgerd.pdf719.23 kBLokaðurHeildartextiPDF