EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8212

Title
is

Stefnumótun Danica sjávarafurða ehf.

Submitted
May 2011
Abstract
is

Í þessari ritgerð verður könnuð stefnumótun útflutningsfyrirtækisins Danica Sjávarafurðir ehf. Í upphafi mun ég stikla á stóru í sögu fyrirtækisins, sem spannar yfir u.þ.b. 18 ár og samkvæmt ársreikningum þess er hægt að sjá, að hér er um að ræða fyrirtæki sem er í jöfnum vexti.
Það sem ég mun einblína á í ritgerðinni er eftirfarandi:
• Allir þeir sem kom að fyrirtækinu eiga hagsmuna að gæta, á einn eða annan hátt og einnig á fyrirtækið ýmissa hagsmuna að gæta á móti. Kannaðar verða allar tegundir hagsmunaaðila, bæði þeir beinu og óbeinu.
• Kannaður verður rekstur fyrirtækisins, á grunni ársreikninga þess síðustu fimm ára og rætt verður við eigendur sem einnig sjá um daglegan rekstur.
• Litið verður á hvernig sjórnendur fyrirtækisins meta stöðu sína á markaði, hlutverk, gildi, framtíðarsýn, markmið og hver undirmarkmið fyrirtækisins eru. Að því loknu er hægt að sjá betur hver viðskiptastefna og starfsmannastefna fyrirtækisins er.
• Farið er í skipurit fyrirtækisins, ekki var um neitt skipurit að ræða hjá Danica svo búið var til skipurit innan skipulagsheildarinnar með aðstoð framkvæmdastjórans.
• Ýtarlega er litið á starfsmannamál hjá Danica. Staðan er t.d. í sambandi við starfsmannaveltu, hvernig frammistöðumat, hvernig launamálin eru og einnig heyra frá starfsmönnum fyrirtækisins hvert viðhorf þeirra er til fyrirtækisins í heild sinni.
• Litið verður á nokkur líkön eins og SWOT, PEST og PORTERS. Þessi líkön hjálpa til með að sjá hvernig fyrirtækið er statt og í hvernig umhverfi það er að starfa. Þessi líkön hjálpa mikið við að búa til þá framtíðarstefnu sem fyrirtækið vill setja sér. Styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri marka innra gildi fyrirtækisins, s.s. hvernig það metur sýna stöðu. PESTEL og PORTERS líkönin fara út í umhverfið sem getur haft áhrif á starfssemina. Pólítiskt, lagalegt, tæknilegt og félagslegt umhverfi getur haft mikil áhrif. Einnig geta birgjar, viðskiptamenn haft mikil áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Með þessum líkönum er litið á þessa hluti.
• Í lokin er farið í niðurstöður þar sem greiningin er fyrirmynd stefnumótunar.

Accepted
03/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Danni BS1.pdf833KBLocked until  19/05/2017 Complete Text PDF