is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8238

Titill: 
  • Viðskiptabankaþjónusta á íslandi í kjölfar bankahruns. Innri greining, auðlindasýn, tilviksgreining
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2008 hófst fjármálakreppa í Bandaríkjunum sem átti eftir að teygja anga sína út um allan heim. Aðdragandinn var langur og er talið að hann megi rekja alla leið til kreppunnar miklu á fjórða áratugnum. Segja má hins vegar að fjármálakreppan hafi hafist með hruni húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjunum og þeim lausafjárskorti sem fylgdi í kjölfarið á fjármálamörkuðum heimsins. Gjaldþrot Lehmann Brothers markaði ákveðin þáttaskil í efnhagskreppu heimsins. Heimskreppan fór þá fyrir alvöru að láta á sér kveða. Í framhaldinu átti sér stað bankahrun á Íslandi sem hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir efnahagslíf landsins. Endurreisn bankanna stendur nú yfir og er starfsumhverfi þeirra gjörbreytt frá því sem áður var. Ekki er séð fyrir endann á því hvernig bankageirinn muni þróast á næstu árum. Út frá þessum atburðum fannst rannsakanda áhugavert að kanna hvernig viðskiptabankaþjónusta á Íslandi myndi þróast næstu árin með áherslu á innra umhverfi viðskiptabankanna. Viðskiptabankastarfssemi felur í grunninn í sér að veita einstaklingum og fyritækjum þjónustu með því að taka á móti innlánum, veita útlán, kreditkort og debetkort. Auk þess að sinna greiðslumiðlun, gjaldeyrisviðskiptum, sjóða- og eignaumsýslu.
    Í rannsókn þessari er fengist við þá rannsóknarspurningu hvernig innra umhverfi viðskiptabanka og sparisjóða muni þróast næstu 3-5 árin. Horft er á viðskiptabankageirann sem atvinnugrein og hún skoðuð út frá innra umhverfi stefnumótunar, nánar tiltekið auðlindasjónarhorninu. Sú rannsóknaraðferð sem varð fyrir valinu er VRIO líkanið. Það miðar að því að meta samkeppnishæfni út frá því hvort auðlindir og færni séu verðmætar, fágætar og hvort það sé kostnaðarsamt að herma eftir þeim. Með þess er hægt að koma auga á innri styrk- og veikleika fyrirtækisins. Skipulag er það sem bindur auðlindirnar og færnina saman. Út frá VRIO líkaninu og viðfangsefni rannsóknarinnar bjó rannsakandi til rannsóknarlíkan sem viðtalsrammi og niðurstöður eru unnar út frá.
    Helstu niðurstöður eru að þátttakendur telja að eftirfarandi auðlindir og færni komi til með að vera í lykilhlutverki næstu 3-5 árin og þar af leiðandi verðmætastar og fágætastar. Um er að ræða breytta hugmyndafræði í rekstri bankanna með því að gera út á einfaldleika varðandi ferla, vöruframboð, þjónustu og dreifileiðir. Áhersla er lögð á hagkvæmni í rekstri, hagræðingu í bankakerfinu, fækkun útibúa, lágmörkun útlánatapa og aukna sjálfsafgreiðslu. Breyttar áherslur og hegðun í viðskiptabankageiranum mun felast í aukinni skynsemi með einhvers konar afturhvarfi til gamallar bankahugsunar eða „Old School Banking“.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vidskiptabankatjonusta_a_islandi_i_kjolfar_bankahruns.pdf1.33 MBLokaðurHeildartextiPDF