is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8263

Titill: 
  • Könnun barnaverndarmáls
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með barnalögum nr. 76/2003 eru lagðar ákveðnar skyldur á foreldra. Það er á ábyrgð þeirra að sinna foreldraskyldum sínum á þann hátt sem best hentar hag og þörfum barns. Geti foreldrar af einhverjum ástæðum ekki sinnt þessum skyldum sínum hefur ríkisvaldið skuldbundið sig til þess að veita börnum vernd í þeim tilvikum. Leiðir það bæði af lögum og alþjóðlegum samningum sem fullgiltir hafa verið hér á landi. Það er hlutverk barnaverndaryfirvalda að veita börnum framangreinda vernd. Þegar foreldrar geta ekki sinnt skyldum sínum og slíkt leiðir til inngrips barnaverndaryfirvalda, verða málin í flestum tilvikum mjög viðkvæm. Barnaverndarmál hafa ákveðna sérstöðu sem felur m.a. í sér að barnaverndaryfirvöld vinna að mjög viðkvæmum málum sem jafnframt eru persónuleg og geta varðað mikla hagsmuni.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er könnun barnaverndarmáls samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Barnaverndarnefndir á vegum sveitarfélaganna sinna m.a. því hlutverki að taka við tilkynningum og upplýsingum um aðstæður barns. Viðkomandi nefnd ákveður á grundvelli framangreinds hvort tilefni sé til þess að hefja könnun. Sé talin ástæða til þess að kanna mál tekur nefndin formlega ákvörðun um að hefja könnun á grundvelli barnaverndarlaga. Könnunin felst í að afla sem bestra upplýsinga um hagi barns og fer fram með hagsmuni og þarfir barnsins að leiðarljósi. Hún er upphaf og jafnframt undirstaða barnaverndarmáls og er sérstaklega mikilvæg í ljósi þess að hún leggur grunn að frekari ákvörðunum sem taka þarf í hverju máli. Ákvarðanir sem barnaverndarnefnd tekur eftir að mál hefur verið kannað geta verið viðurhlutamiklar og haft mikil áhrif á líf viðkomandi fjölskyldu.
    Í barnaverndarlöggjöf er lögð áhersla á samvinnu barnaverndaryfirvalda við foreldra og eftir atvikum barn. Eftir fremsta megni er reynt að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar. Hins vegar ber að hafa hugfast að það er á valdi barnaverndarnefnda að taka ákvarðanir með hagsmuni barnsins í huga. Ákvörðun barnaverndarnefndar getur t.a.m. leitt til forsjársviptingar en það varpar ljósi á alvarleika þessara ákvarðanna. Þrátt fyrir áherslu á samvinnu og aðstoð við foreldra er barnaverndin tilkomin vegna þess að hið opinbera hefur skuldbundið sig til þess að veita börnum vernd í þeim tilvikum er foreldrar sinna ekki lögákveðnum skyldum sínum. Í því felst mikilvægi barnaverndar.
    Markmið þessara skrifa er að fjalla um þær reglur sem gilda um könnun máls. Verður litið til þess hverning þær hafa þróast í framkvæmd allt frá komu þeirra inn í barnalöggjöfina.
    Reglurnar eru mikilvægar þar sem könnunin er í raun grunnur hvers barnaverndarmáls. Skoðuð verða þau lagaákvæði sem gilda um könnun máls og hvað hefur valdið vafa við skýringu þeirra í framkvæmd. Þá er athyglisvert að skoða hvernig gætt er að réttaröryggi aðila bæði með málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga. Spila málsmeðferðarreglur þessara laga mikið saman í framkvæmd.
    Barnaverndarmál tilheyra málaflokki sem skarast að allnokkru leyti við önnur fræðasvið innan félagsvísindanna, t.a.m. félagsráðgjöf og sálfræði. Eðli málsins samkvæmt verður áherslan lögð á hin lögfræðilegu álitaefni. Hin lagalega túlkun verður þó að taka mið af viðfangsefninu.
    Í ljósi þess að ekki hefur verið mikið skrifað á sviði barnaverndar hér á landi verður að nokkru leyti stuðst við greinargerðir sem fylgt hafa frumvörpum sem orðið hafa að lögum um vernd barna. Þá verður einnig litið til erlendra fræðiskrifa og þá sérstaklega til norrænna heimilda. Það helgast m.a. af því að íslensku barnaverndarlögunum svipar að miklu leyti til norsku barnaverndarlaganna (Lov om barnaverntjenester, barnavernloven) frá árinu 1992 með síðari breytingum. Gerður verður samanburður á íslensku og norsku barnaverndarlögunum bæði hvað varðar efni og beitingu eftir því sem tilefni gefst til. Þá verður litið til dóma Hæstaréttar og héraðsdómstóla, úrskurða kærunefndar barnaverndarmála og álita umboðsmanns Alþingis, í þeim tilgangi að fá frekari yfirsýn yfir framkvæmd og virkni laganna.
    Í upphafi skrifanna verður farið í grunn barnaverndarinnar með því að skoða þróun löggjafarinnar frá því að fyrstu lögin um barnavernd voru sett og fram til dagsins í dag. Þá verður tekið til sérstakrar skoðunar hvenær sjónarmið um réttaröryggi fór að setja mark sitt á löggjöfina og hvernig málsmeðferðarreglur laganna hafa þróast. Skoðað verður hvenær fyrst var farið að fjalla um könnun máls sem upphaf barnaverndarmáls. Farið verður yfir stjórn og skipulag barnaverndarmála til glöggvunar á því hvernig kerfið er uppbyggt í þessum málaflokki. Þá verður skipulag stofnana skoðað með hliðsjón af því hvernig ábyrgð er dreift.
    Gerð verður grein fyrir sérstöðu barnaverndarmála sem felst m.a. í því að málin eru flókin, viðkvæm og um margt ólík öðrum málum í stjórnsýslunni. Greint verður frá sérstöðu þessara mála á nokkrum stöðum í ritgerðinni þar sem hún snertir marga fleti málanna.
    Farið verður yfir þær grunnhugmyndir og meginreglur sem vinna ber eftir í barn

Samþykkt: 
  • 4.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Könnun barnaverndarmáls.pdf697.51 kBLokaðurMeginmálPDF
Forsíða_Konnun.pdf30.52 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna