is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8271

Titill: 
  • Verðtryggðir lánssamningar í ljósi neytendaverndar ESB
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á stöðu verðtryggingar í ljósi neytendaverndar ESB. Leitast er við að gera grein fyrir réttindum og skyldum lánveitanda við gerð umræddra lánssamninga undir ákvæðum viðeigandi tilskipana. Í köflum ritgerðarinnar er gert grein fyrir þeim tilskipunum sem varðar slíka lánssamninga og inntaki þeirra reglna. Þær tilskipanir sem fjallað er um er tilskipun 93/13/EBE um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum, tilskipun 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti og tilskipun 2008/48/EB um neytendalán. Einnig er fjallað um tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 2001/193/EB varðandi upplýsingagjöf við veitingu húsnæðislána. Einnig er fjallað stuttlega um tillögu að tilskipun varðandi veitingu húsnæðislána til neytenda. Fjallað er fjallað um þá löggjöf sem gildir um notkun verðtryggingar og útreikninga þar að lútandi. Fjallað er almennt um neytendarétt innan ESB og rakin uppruni og þróun þeirrar verndar sem snýr að neytendum og stefna ESB varðandi neytendavernd. Rakin er forsaga þeirra tilskipana sem um viðfangsefnið gilda og gildissvið þeirra ásamt því að fjallað er um þá viðauka sem með þeim fylgja og beitingu ákvæða tilskipananna. Framangreindar tilskipanir mynda saman mikilvæga vernd fyrir neytendur og leggja skyldur á lánveitendur. Tilskipun 93/13/EBE snýr að efni samnings og tekur til ósanngjarna samningsskilmála á meðan tilskipun 2005/29/EB snýr að viðskiptaháttum við samningsgerðina og einnig tiltekinni upplýsingaskyldu sem lögð er á lánveitendur. Tilskipun 2008/48/EB segir síðan til um með nákvæmari hætti hvaða upplýsingar veita skuli neytendum í tilvikum neytendalána en lánssamningar með veði í fasteign eru undanskildir gildissviði þeirrar tilskipunar. Hér á landi ríkja sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði og því væri hægt að færa rök fyrir því að úrræði eins og verðtrygging lánssamninga sé nauðsynleg fyrir fjármálamarkaðinn. Hins vegar má ekki draga úr neytendavernd til að mæta þeirri þörf. Gera þarf kröfur til upplýsingagjafar og ábyrgrar lánveitingar af hálfu lánveitenda við veitingu verðtryggðra lána. Samkvæmt ákvæðum umræddra tilskipana skal leggja nákvæma útreikninga fyrir neytandann við samninsgerðina þannig að honum sé gert ljóst, eins og mögulegt er, áhrif og afleiðingar lántökunnar. Fjármálalæsi er ábótavant hjá stórum hluta neytenda og því mikilvægt að neytendur fái ráðgjöf og nauðsynlegar upplýsingar. Neytendavernd hefur fengið aukna athygli innan ESB og stefnt er að bættri stöðu neytanda á innri markaðnum. Löggjöf ESB er í sífelldri þróun og lagaumhverfið breytist með tímanum. Auknar kröfur til lánveitenda gefa til kynna að ástæða sé til aukinnar aðgæslu við lánveitingar á borð við verðtryggða lánssamninga.

Samþykkt: 
  • 5.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf813.59 kBLokaðurHeildartextiPDF