is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8296

Titill: 
  • Skuldaröðin við gjaldþrotaskipti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar bú skuldara er tekið til gjaldþrotaskipta verður til sérstök sjálfstæð lögpersóna, þrotabú sem kennd er við viðkomandi mann, félag eða stofnun. Helsta markmið gjaldþrotaskipta er að slíta tilvist þrotabúsins með því að úthluta andvirði eigna þrotamanns til greiðslu á kröfum kröfuhafa eftir reglum, laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. (gþl.), um skuldaröð. Grundvallarreglan við gjaldþrotaskipti er jafnræði kröfuhafa og að veita skuli kröfuhöfum jafna fullnustu. Í samræmi við grundvallarreglu þessa teljast allar kröfur á hendur þrotabúi til almennra krafna skv. 113. gr. gþl., nema þær kröfur sem með lagafyrirmælum ótvírætt hefur verið skipað á sérstakan stað í skuldaröðinni. Vafaatriði um undantekningu frá þeirri meginreglu laganna að kröfur teljist til almennra krafna ber því að skýra þröngri skýringu.
    Til þess að krafa komi til greina við úthlutun úr þrotabúi gildir sú meginregla að kröfuhafi verði að lýsa kröfu sinni fyrir skiptastjóra innan tilskilins kröfulýsingarfrests, sbr. 118. gr. gþl. og verður kröfulýsing þessi að fullnægja efnis- og formskilyrðum 117. gr. laganna
    Lagafyrirmæli um rétthæð krafna við gjaldþrotaskipti er að finna í XVII. kafla gjaldþrotalaga nr. 21/1991, eða nánar tiltekið í 109.- 115. gr. laganna. Með reglum um skuldaröð er kveðið á um innbyrðis stöðu réttinda kröfuhafa til fullnustu við gjaldþrotaskipti. Kröfuhöfum er með reglum 109.- 115. gr. laganna skipað í flokka eftir efni krafna þeirra og gildir sú meginregla að innan hvers flokks fá kröfuhafar hlutfallslega jafna greiðslu við úthlutun úr búi. Kröfuhafar sem skipað er í lægri flokkana fá aðeins eitthvað greitt upp í kröfur sínar ef allar kröfur í flokkunum á undan hafi verið greiddar að fullu.
    Flokkar krafna og röð þeirra eru í grófum dráttum þessi: kröfur sértökumanna skv. 109. gr. gþl., búskröfur skv. 110. gr. gþl., kröfur um tryggingaréttindi (veðréttindi ofl.) skv. 111. gr. gþl., forgangskröfur skv. 112. gr. gþl., almennar kröfur skv. 113. gr. gþl. og að lokum eftirstæðar kröfur skv. 114. gr. gþl.
    Í gþl. er það meginregla skv. 115. gr. laganna að framsal kröfu hafi ekki áhrif á stöðu hennar í skuldaröðinni.

Samþykkt: 
  • 5.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis Halla.pdf848.89 kBLokaðurHeildartextiPDF