is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8314

Titill: 
  • Ég bít ekki á ryðgaðan öngul. Félagsfræði íslenskra kvikmynda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslensk kvikmyndagerð og íslenskar kvikmyndir eiga sér langa og merkilega sögu. Ekki eru nema 34 ár síðan fyrsta leikna al-íslenska kvikmyndin, (þ.e. íslenskir leikarar og íslenskur leikstjóri) í fullri lengd var frumsýnd. Sá merki atburður átti sér stað 12. mars 1977 og ber umrædd mynd heldur kuldalegan titil, Morðsaga. Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi hefur æ síðan verið virkur og á köflum afskaplega blómlegur. Eins og venjan er með allar tegundir listgreina eru skiptar skoðanir um ágæti íslenskra kvikmynda en þær hafa í gegnum tíðina farið um víðan völl í umfjöllunarefni sínu. Í ritgerð þessari verða skoðaðar fjórar íslenskar kvikmyndir: Veggfóður (1992), Djöflaeyjan (1996), Englar alheimsins (2000) og Mýrin (2006).
    Innan ramma kvikmynda er að finna ótal viðfangsefni og sögur sem hægt er að greina í ljósi félagsfræðinnar. Þetta á við bæði í klassískum skilningi og einnig í skyldum fræðum eins og afbrotafræði. Markmið þessarar ritgerðar er að tengja ofangreint fræðiefni við fyrrnefndar kvikmyndir, ræða það á fræðilegum grundvelli og vísa í leiðinni til viðurkenndra rannsókna á sviði félags- og afbrotafræði. Klassískar kenningar frá fræðimönnum á borð við Emile Durkheim, Max Weber og Karl Marx verða dregnar fram í sólarljósið og tengdar við íslenska kvikmyndagerð. Greining á afbrotafræði almennings (e. popular criminology) kemur einnig við sögu en þar verða skoðuð tengsl á milli fjölmiðla og hugmynda fólks um afbrot.

Samþykkt: 
  • 6.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_final.pdf543.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna