is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8336

Titill: 
  • Fjölmenning í skólastarfi: Viðtöl við kennara og nemendur í móttökudeildum á grunnskólastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að auka skilning á því hvernig kennarar sem starfa í móttökudeild og erlendir nemendur á efsta stigi upplifa fjölmenningarlega kennslu í grunnskóla. Þátttakendur rannsóknarinnar voru fimm, þrír kennarar sem starfa við móttökudeild og tveir nemendur í 10.bekk í grunnskóla sem notið hafa þjónustu við móttökudeild fyrir nýbúa og eiga báða erlenda foreldra. Nemendurnir komu báðir frá Póllandi og eru búnir að vera í eitt og þrjú ár á Íslandi. Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa fylgt foreldrum sínum hingað til lands í leit að bættum lífsskilyrðum og að hafa gengið í gegnum aðlögunartímabil að íslensku samfélagi. Kennararnir eiga það sameignlegt að starfa allir við móttökudeild í grunnskólum á stór Reykjavíkursvæðinu.
    Gagnaöflun fór fram með eigindlegri aðferðafræði, þar sem tekin voru hálf opin viðtöl við hvern kennara og nemanda. Stuðst var við viðtalsramma í viðtölunum. Lögð var áhersla á að draga fram sjónarhorn kennara og nemenda á reynslu sinni í móttökudeild fyrstu árin. Helstu niðurstöður eru að kennarar í móttökudeildum í grunnskólum eru að standa sig vel að aðlaga nemendur að íslensku samfélagi. Kennarar eru að beita fjölmenningarlegum kennsluaðferðum í skólanum. Starf innan móttökudeildana er að breytast, kennarar eru farnir að færa kennslu íslensku sem annað mál út í almennan bekk. Orsökin er að mun færri nemendur hafa verið skrásettir í deildirnar síðastliðin tvö ár. Starfshlutfall kennara í tveimur móttökudeildum af þremur er komið niður í hálft stöðugildi. Helstu niðurstöður í nemendaviðtölunum tveimur leiddu í ljós að nemendur eru duglegir að viðhalda sínu móðurmáli, sem er mjög mikilvægt fyrir máltöku annars máls. Nemendur eru almennt ánægðir með kennara sína í móttökudeildinni. Nemendur eignuðust fljótt vini í móttökudeildunum en erfiðara reyndist að tengjast íslensku krökkunum þó eiga þau íslenska vini. Báðir nemendurnir ætla í áframhaldandi nám eftir að grunnskóla lýkur.

  • Útdráttur er á ensku

    This project is meant to expand understanding of how teachers working in immigrant divisions and immigrant students in the highest grade experience cross-cultural studies in primary school. The participants of this project included three teachers and two 10th grade students who utilize immigrant services, both having foreign parents. Both students migrated from Poland and have lived in Iceland for one and three years. The students both followed their parents to Iceland searching for better living conditions and both adapted to Icelandic society through the immigrant division. All the teachers work in immigrant divisions in Reykjavík
    The data was obtained using a qualitative approach through half-open inertviews with each teacher and student. The interviews were based on a framework for interviews. Aquiring knowledge on the participants first year experience in the immigrant division was stressed. The results support the claim that teachers in immigrant divisions are doing a good job adapting immigrant students to Icelandic society. Teachers use methods for cross-cultural teaching. Work in the immigrant division is changing, teachers are moving „Icelandic as a second language“ to normal classes. The cause being a lot fewer participants in the divisions for the last two years. Employment of teachers in two out of three immigrant divisions has been cut down by half. The main results from the student interviews shows that students maintain their native language well, which is important for learning a second language. Students are generally pleased with their teachers in the immigrant division. Making friends in the immigrant division was easy and although they had icelandic friends, connecting with them was harder. Both students plan on advanced education after finishing primary school.

Samþykkt: 
  • 9.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1skilskemman.pdf557 kBLokaðurHeildartextiPDF