is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8363

Titill: 
  • Tilbrigði í máli í þremur miðaldahandritum Snorra-Eddu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Henni er ætlað að fjalla um breytileika á málfari í þremur 14du aldar handritum Snorra-Eddu. Einkum er fengist við spurningarnar hvort skrifarar á 14du öld hafi notað sitt eigið málfar þegar þeir skrifuðu upp texta eftir gömlu handriti, hvort þeir hafi fylgt forriti sínu í hvívetna og hvaða ályktanir megi draga af samanburði varðveittra handrita um forrit handritanna.
    Texti þriggja 14du aldar handrita Snorra-Eddu er hér borinn saman og skoðaður út frá völdum málbreytingum sem einkum áttu sér stað á 14du öld. Þær breytingar sem um ræðir eru: ritháttarbreytingin „vá“ > „vo“, tvíhljóðun e á undan ng, breytingar á beygingu ábendingarfornafnsins sjá og breytingar á beygingu óákveðna fornafnsins engi.
    Niðurstöður gefa til kynna að skrifarar á 14du öld hafi haft tilhneigingu til að laga málfar þess texta sem þeir voru að afrita að sínu eigin máli ásamt því að taka upp gamlar orðmyndir úr forriti. Málið á handritunum er því blanda af máli skrifara og máli þess forrits sem þeir studdust við. Þá má að öllum líkindum rekja leifar af aðgreiningu  og á, notkun gömlu kvenkyns og karlkyns nefnifallsmyndar ábendingarfornafnsins sjá í eintölu sem og notkun gömlu karlkyns þolfallsmyndar óákveðna fornafnsins engi í eintölu til forrita handritanna.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Sigridur_Saeunn_Sigurdardottir.pdf647.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna