is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8371

Titill: 
  • Leikritinn minn ekki búinn. Athugun á setningafræðilegri kunnáttu íslenskra barna með Downs-heilkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar er setningafræðileg kunnátta þriggja íslenskra barna með Downs-heilkenni. Downs-heilkenni er litningagalli sem veldur andlegum og líkamlegum misþroska. Börnin sem fylgst var með ganga undir dulnefnunum Edda, Hildur og Þór í ritgerðinni og eru á aldrinum 10 til 13 ára. Málþroski barnanna er langt á eftir málþroska jafnaldra þeirra og svipar til málþroska barna um þriggja ára aldur. Meginniðurstöður eru þær að setningar í máli Eddu, Hildar og Þórs eru enn svipaðar og í máli mun yngri barna. Setningarnar eru gjarnan stuttar en hafa rétta orðaröð. Málfræðislegum kerfisorðum, eins og hjálparsögnum, forsetningum og öðrum smáorðum, er oft sleppt í máli Eddu, Hildar og Þórs sem bendir til þess að þau ráði illa við að nota orð sem gegna málfræðilegu hlutverki. Sagnir standa yfirleitt í nafnhætti og börnin eru komin mislangt í að mynda persónubeygðar sagnir. Edda myndar einungis sagnir í nafnhætti og Hildur myndar nokkrar persónubeygðar sagnir í nútíð en notar yfirleitt sagnir í nafnhætti í stað persónubeygðra sagna. Þótt Þór sé yngstur af börnunum þremur er hann kominn lengst í málþroska og myndar persónubeygðar sagnir í nútíð og nokkrar persónubeygðar sagnir í þátíð. Hann virðist ekki alhæfa eina þátíðarendingu veikra sagna heldur myndar líka nokkrar sterkar sagnir í þátíð rétt. Börnin þekkja stöðu sagna í setningum, þ.e. hafa sögn í nafnhætti innan sagnliðarins en færa sögnina framar í setninguna þegar hún er persónubeygð. Niðurstöður benda til að íslensk börn með Downs-heilkenni séu talsvert seinni að tileinka sér reglur um setningamyndun í íslensku en börn sem ganga í gegnum eðlilega máltöku. Málfræðileg kerfisorð og tíð sagna virðist einnig lærast hægt, rétt eins og erlendar rannsóknir á börnum með Downs-heilkenni hafa sýnt.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DS Lokaritgerð.pdf530.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna