is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8401

Titill: 
  • Hefjum leikinn. Heimspekileg skilgreining á tölvuleikjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Tölvuleikir eru tiltölulega ný uppspretta áhugaverðra heimspekilegra vangaveltna. Þar sameinast sjónrænn vettvangur kvikmynda, frásögulegur vettvangur skáldskapar, hugrænn vettvangur leikja og andlegur vettvangur sjálfsins í forrit sem hannað er til þess að létta okkur stundirnar sem afþreying eða skemmtun. Vettvangur hefur skapast hjá fræðimönnum samtímans til að ræða tölvuleiki út frá þeirra eigin forsendum og gildum, og grandskoða þannig þau heimspekilegu sjónarmið sem geta leynst undir yfirborði almennrar vitneskju. Einhvern botn þarf þó að afmarka svo hægt sé að spyrna sér frá honum og mun þessi ritgerð skoða almenna uppbyggingu tölvuleikja, það umhverfi sem þeir spretta upp úr og skoða þá eiginleika sem hversdagslegi hugsunarháttur okkar hefur gefið þeim, að því er virðist af tilviljun.
    Heimspekiprófessorinn Grant Tavinor hefur sett fram skilgreiningu á hugtakinu tölvuleikur. Ritgerðin þræðir kenningu Tavinors og fer ofan í saumana á henni, ræðir skilgreiningar almennt samhliða því að tala um þær fjölmörgu tegundir tölvuleikja sem fram hafa komið og hvað þeir bjóða upp á. Með framþróun tölvuleikja hafa mörk þeirra og þess sem talist getur raunverulegt orðið óljósari og þokukenndari með þeim afleiðingum að fólk missir stundum sjónar á góðu hófi; jafnt samfélagið sem einstaklingar sem kalla sig tölvuleikjaspilara. Í niðurstöðu þessarar ritgerðar finnum við skilgreiningu á tölvuleikjum sem nýtist okkur líkt og skilgreining á glæp nýtist dómara. Hún mun skerpa á mörkum raunveruleika og tölvuleiks með það takmark í huga að koma í veg fyrir veruleikafirringu sem orðið getur og að létta undir heimspekilegri umræðu um tölvuleiki almennt.

Samþykkt: 
  • 10.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimspeki og Tölvuleikir.pdf774.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna