is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8497

Titill: 
  • Ræsing og ferill bráðra bólguviðbragða í kjölfar liðskiptaaðgerðar á mjöðm
Útdráttur: 
  • Þegar líkaminn verður fyrir skaðlegu áreiti bregst hann við með því að framkalla bólgusvar. Við eðlilegt ástand þá hjaðnar bólgan að ákveðnum tíma liðnum en í einstaklingum sem glíma við króníska bólgusjúkdóma á borð við iktsýki og psoriasis viðhelst bólgan sem leiðir til þess sjúklega bólguástands sem einkennir þessa sjúkdóma. Það hefur reynst erfitt að kortleggja nákvæmlega ræsingu bólguferilsins í mönnum m.t.t. frumuboðefna og þeirra frumuhópa sem taka þátt í bólgusvarinu. Því hafa menn brugðið á það ráð að nota ýmis rannsóknarmódel til þess að rannsaka ræsingu ónæmiskerfisins í bólgusvari. Liðskiptaaðgerð á mjöðm er stöðluð valaðgerð sem framkallar kröftugt bólgusvar og hefur því verið notuð sem módel við rannsóknir á ræsingu ónæmiskerfisins í bráðu bólgusvari. Markmið verkefnisins var að rannsaka ræsingu ónæmiskerfisins í kjölfar liðskiptaaðgerðar á mjöðm m.t.t. valinna frumuhópa ónæmiskerfisins og viðloðunarsameinda á T-frumum. Það var gert með því að mæla tjáningu yfirborðssameinda á frumunum í frumuflæðisjá og heildarfjölda í sjálfvirku frumutalningartæki. 23 einstaklingar samþykktu þátttöku í rannsókninni. Tekin voru sýni á fjórum tímapunktum; fyrir aðgerð, 6 klst eftir aðgerð, 24 klst eftir aðgerð og 48 klst eftir aðgerð.
    Helstu breytingarnar sem sáust voru á fjölda dauffrumna (e. neutrophils) sem jukust marktækt í kjölfar aðgerðar og náðu hámarki 6 klst eftir aðgerð. Sveiflur í fjölda annarra frumuhópa og viðloðunarsameinda voru mun hógværari sem bendir til þess að dauffrumur taki mestan þátt í því bráða bólgusvari sem verður í kjölfar liðskiptaaðgerðar á mjöðm.

Samþykkt: 
  • 13.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ræsing og ferill bráðra bólguviðbragða.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna