is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8518

Titill: 
  • Áhugahvöt unglinga í íþróttum. Er kynjamunur á áhugahvöt íslenskra unglinga í íþróttum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ljósi þess hve íþróttaiðkun er börnum og unglingum mikilvæg er brottfall unglinga úr íþróttum áhyggjuefni. Þar sem brottfall virðist vera meira á meðal stúlkna en drengja og ein helsta orsök brottfalls er dvínandi áhugahvöt snérist rannsóknin um hvort munur væri á áhugahvöt kynjanna í íþróttum sem gæti mögulega skýrt það að brottfall væri meira á meðal stúlkna en drengja. Með þýddri útgáfu af „Participation motivation questionnaire“ spurningalistanum tókst að meta hvaða ástæður voru mikilvægastar fyrir íþróttaiðkun 90 þátttakenda rannsóknarinnar á aldrinum 12-16 ára. Tilgáturnar voru þrjár, fyrsta tilgátan, sem sagði að stúlkur teldu félagsskapinn mikilvægari ástæðu fyrir íþróttaiðkun sinni en drengir, stóðst ekki. Önnur tilgátan sagði að stúlkur teldu það að halda sér í formi mikilvægari ástæðu fyrir íþróttaiðkun sinni en drengir, sú tilgáta stóðst líkt og þriðja tilgátan sem var sú að drengjum finndist það að öðlast virðingu eða viðurkenningu vera mikilvægari ástæðu fyrir íþróttaiðkun sinni en stúlkum. Niðurstaða rannsóknarinnar varð því sú að munur fannst á hvötum kynjanna til íþróttaiðkunar og því er hugsanlegt að mismunandi áhugahvöt sé ástæðan fyrir meira brottfalli úr íþróttum á meðal stúlkna en drengja.

Samþykkt: 
  • 16.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd.pdf409.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna