EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8532

Title
is

Erfðir, umhverfi og heilaþroski, með augum líffræðinnar en til gagns fyrir sálfræðina

Submitted
May 2011
Abstract
is

Ein elsta og háværasta umræða þroskasálfræðinnar er umræðan um hlutverk erfða og umhverfis í þroska lífvera. Líffræðingar líta á umræðuna með öðrum hætti en vaninn er og telja hana venjulega byggða á misskilningi. Sá misskilningur er að líta á eiginleika lífveru sem annaðhvort erfðan eða til staðar vegna umhverfis. Hér er skoðað með tilliti til heilaþroska hvernig líffræðingar líta á meðfædda eiginleika ásamt sjónarhorni þeirra á samspil erfða og umhverfis. Tekin eru dæmi máli þeirra til stuðnings um nákvæmar víxlverkanir fruma og umhverfis á þremur stigum heilaþroska. Meðfram því er heilaþroski sem þróunarferli kynntur. Í seinni hluta ritgerðar er fjallað um hvernig heilinn fer að því að aðlagast umhverfinu. Þar eru hugtökin sveigjanleiki, næmiskeið og tímasetning mikilvæg. Eðli hugtakana og verkun eru skoðuð ásamt nýstárlegum sjónarhornum á næmiskeið. Undir lok er fjallað um hvernig ferli heilaþroska með sínu erfða- og umhverfissamspili nær jafn oft svo góðum árangri þar sem ýmislegt ætti að geta misfarist í ferlinu. Því er einnig skoðað hvað verður þegar eitthvað fer úrskeiðis og hvernig þróunarferlið bregst við. Þetta er allt rætt með því hugarfari hvernig sálfræðin getur hagnast á vitneskju sem fæst úr líffræðinni. Niðurstaðan er sú að samkvæmt líffræðingum er alls ekki hægt að aðskilja umhverfi og erfðir. Alveg frá upphafi þroskans þrífst hvorugt án hins. Magnað er hversu aðlögunarhæfur heilinn er í æsku og hvernig hann er oft fær um að bæta upp fyrir það sem fer úrskeiðis. En ekki er það sama hægt að segja um fullorðinsheilann sem er orðinn mun stöðugri, stirðari og án kröftugra næmiskeiða. Líffræðilega viðhorfið getur hjálpað sálfræðingum að öðlast betri skilning á t.d. félags- og vitsmunaþroska, einstaklingsmuni og með hvaða hætti börn læra.

Accepted
17/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Elisa-Erfdir, umhv... .pdf264KBLocked Complete Text PDF