EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8543

Title
is

Fæðingarþunglyndi. Endurmat á vinnuleiðbeiningum með EPDS kvarðanum

Submitted
June 2011
Abstract
is

Tilgangur þessarar ritgerðar er að endurmeta vinnureglur vegna skimunar með Edinbor-garþunglyndiskvarðanum (EPDS) á Heilsugæslustöðvum á Íslandi á grundvelli nýjustu vísindarannsókna. Álit hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum er tekið til greina ásamt þeirra hugmyndum um endurbætur á fyrirlagningunni. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að skima fyrir fæðingarþunglyndi og er mikilvægt að taka mið af þeirra sjónarhorni um hvað bæta megi í meðferð kvenna með fæðingarþunglyndi.
Fæðingarþunglyndi er skilgreint eins og þunglyndi almennt, allt frá vægu til alvarlegs þunglyndis á fyrsta ári eftir barnsburð. Fæðingarþunglyndi er algengara vandamál en margan grunar því talið er að 10-15% mæðra um allan heim þjáist af sjúkdómnum. Í ritgerðinni er fjallað um fæðingarþunglyndi almennt, greiningu, skimun, skimunartæki, íhlutanir, klínískar leiðbeinin¬gar og tillögur að breytingum.
Á Íslandi virðist ofangreindum vinnureglum vera fylgt vel eftir fyrst eftir barnsburð en því verði ábótavant seinna í ferlinu og eftirfylgd ófullnægjandi að sögn hjúkrunarfræðinga. Leiddi samantektin í ljós að æskilegt væri að leggja kvarðann fyrir fyrr í ferlinu og jafnvel oftar í því skyni að fá betri samanburð á líðan mæðra fyrsta árið eftir barnsburð. Góður kostur væri að útbúa meðferðaráætlun fyrir konur sem eiga í hættu að fá fæðingarþunglyndi og stuðla þannig að auknu aðhaldi.
Lykilorð: Fæðingarþunglyndi, EPDS-kvarðinn, skimun, endurmat, eftirfylgd

Accepted
17/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Harpa og Arna.pdf640KBOpen Complete Text PDF View/Open