EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8559

Title
is

Skuldir háskólanema. Efnishyggja og stjórnrót sem forspá skulda íslenskra háskólanema

Submitted
June 2011
Abstract
is

Skuldir íslenskra háskólanemenda og forspá þeirra er viðfangsefni sem ekki hefur áður verið kannað, svo vitað sé til. Í þessari rannsókn var athugað hvort efnahagsleg stjórnrót (e. Economic Locus of Control) og efnishyggið gildismat (e. Materialistic Value Orientation) spái fyrir um skuldsetningu íslenskra háskólanema (N = 565). Stjórnrót vísar til þess hvort fólk eignar mistök sín innri eða ytri þáttum. Efnahagsleg stjórnrót mælir stjórnrót hegðunar tengda eyðslu og sparnaði. Efnishyggið gildismat vísar til hversu mikla áherslu fólk leggur á veraldlegar eigur sem merki um velgengni og hamingju. Á Íslandi hefur verið sýnt fram á tengsl efnishyggju og skulda. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á jákvæða fylgni lítillar innri stjórnrótar við skuldir. Þessi rannsókn sýndi að lítil innri stjórnrót spáði ekki fyrir um skuldir þegar stjórnað var fyrir áhrifum bakgrunnsbreyta. Þátttakendur með efnishyggið gildismat reyndust líklegri til að hafa hærri skuldir en ekki líklegri til að hafa innri stjórnrót líkt og spáð var fyrir um.

Accepted
18/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Oddrún Ólafsdóttir.pdf622KBOpen Complete Text PDF View/Open