EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisIceland Academy of the Arts>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8576

Title
is

Pappírsarkitektúr

Submitted
January 2011
Abstract
is

Í þessari ritgerð mun ég fjalla um svo kallaðan pappírsarkitektúr einnig nefndur sýndararkitektúr eða hugmyndafræðilegur arkitektúr.
Með pappírsarkitektúr á ég við hinn sjónræna þátt arkitektúrs, hugmyndirnar og hina listrænu sköpun sem aðeins er til á blaði. Ég mun fara yfir hugtakið pappírsarkitektúr, fjalla um sýndarheiminn og útópíuna sem er stór partur af byggingarlistinni.
Hönnun á ímynduðum og framúrstefnulegum óbygðum byggingum er jafn gamalt fag innan geira arkitektúrs og byggingarlistin sjálf.
Því má finna mikið af heimildum og mörg dæmi í sögunni um listræna framsetningu arkitekta á pappírsarkitektúr.
Ritgerðin mun fjalla almennt um pappírsarkitektúr og út á hvað hann gengur.
Ég mun skoða sérstaklega fjóra einkennandi fulltrúa pappírsarkitekta frá ólíkum tímaskeiðum. Ég mun fjalla um verk þeirra í sitthvoru lagi, bera saman og kanna sameiginlega þætti. Frá pappírsteikningum Étienne-Loise Boullée um miðja 18. öld til verka samtímalistamannsinns Lebbeus Woods.
Ég mun fjalla um gildi og hvaða áhrif þessi arkitektúr hefur á byggingalistina.
Ég mun svara spurningum eins og hver er tilgangur pappírsarkitektúrs og hver eru hin mismunandi form hönnunarinnar og hver er hvati arkitekta til þess að skapa óbyggjanlegar byggingar. Í lokin mun ég tala um pappírsarkitektúrinn í dag og hver þróun hans gæti orðið, kanna hvaða tengsl séu á milli hins gamla pappírsarkitektúrs og tölvugerðs arkitektúrs sem á sér sjálfstætt líf í sýndarheiminum. Þar sem tímar eru að breytast og starf arkitekta með, gæti verið að opnast nýr vettfangur fyrir arkitekta innan tölvuleikjageirans. Munum við sjá nýja tegund af pappírsarkitektúr?

Accepted
19/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerd.pdf1.32MBOpen  PDF View/Open