is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8582

Titill: 
  • Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fyrir of feit börn. Samantekt á niðurstöðum við tveggja ára eftirfylgd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur af fjölskyldumeðferð Epstein fyrir of feit börn í klínískum aðstæðum á Barnaspítala Hringsins, bæði til skemmri og lengri tíma. Úrtakið samanstóð af 84 of feitum börnum á aldrinum 8-13 ára og einu foreldri hvers barns. Sextíu og ein fjölskylda lauk meðferð og var þeim þátttakendum fylgt eftir í tvö ár eftir að meðferð lauk. Fyrir og eftir meðferð var mæld hæð og þyngd barna, hreyfing, dagleg neysla ávaxta og grænmetis, blóðþrýstingur og blóðmælingar og að auki lagðir fyrir sjálfsmatslistar til að meta andlega líðan (CDI, MASC, PH) og félagsfærni (SSRS). Í eftirfylgd við eitt og tvö ár var mælingum á hæð og þyngd, andlegri líðan og félagsfærni fylgt eftir. Hæð og þyngd foreldra var mæld, fyrir og eftir meðferð og við eins árs eftirfylgd og að auki svöruðu foreldrar sjálfsmatslista á þunglyndi (BDI-II), fyrir og eftir meðferð og aftur við eins- og tveggja ára eftirfylgd. Niðurstöður voru þær að staðlaður líkamsþyngdarstuðull lækkaði marktækt frá upphafi til loka meðferðar F(2,60)=110,31, p<0,001) og var árangri viðhaldið við eins- (F(2,60)= 1,33, p=0,253) og tveggja ára (F(2,60)= 3,19, p=0,079) eftirfylgd. Blóðþrýstingur lækkaði, bæði efri mörk (p= 0,049) og neðri mörk (p<0,001). Lækkun varð á insúlíni (t(23)= 6,1, p<0,05), þríglýseríðum (t(23)= 0,31, p<0,05) og kólesteróli (t(23)= 0,35, p<0,05) frá upphafi til loka meðferðar í undirúrtaki (n=23). Við meðferð dró úr þunglyndis- (F(1, 59)= 6,67, p<0,05) og kvíðaeinkennum (F(1(57)= 4,54, p<0,05) barna og sjálfsmynd þeirra styrktist frá upphafi meðferðar til loka hennar (F(1,59)= 19,2, p<0,001) og hélt áfram að styrkjast við eins- (F(1, 59)= 6,43, p= 0,05) og tveggja ára- (F(1,59)= 7,61, p< 0,01) eftirfyld. Marktæk lækkun varð á líkamsþyngdarstuðli foreldra frá upphafi meðferðar til loka hennar (F(1,59)= 71,54, p<0,001) en hækkaði aftur marktækt við eins árs eftirfylgd (F(1,59)=41,87, p<0,001). Marktæk lækkun varð í þunglyndiseinkennum foreldra frá upphafi meðferðar til loka (F(1,60)= 12,93, p<0,01). Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðist Fjölskyldumeðferð Epstein og félaga bera árangur bæði til skemmri sem og til lengri tíma í úrtaki of feitra Íslenskra barna. Hafði meðferðin fjölþætt áhrif meðal annars á þyngdarstöðu, meinefni í blóði og andlega líðan barna sem tóku þátt.

  • Útdráttur er á ensku

    Epstein´s family-based behavioral treatment has demonstrated favorable outcomes in research settings, but research in clinical settings has been called for. The objective of this study was to replicate and confirm the effects observed in the US research setting, with follow-up for two years post treatment. Participants were 84 obese children and a participating parent. Sixty-one families completed treatment and were followed for one and two years post treatment. Measurements at baseline and end of treatment included height and weight, daily activity, daily fruit and vegetable consumption, blood pressure, blood profiles and measures of psychological well-being (CDI, MASC, PH, and social skills (SSRS). Measurements at follow-up included, height and weight, psychological well-being and social skills. Measurements also included parental height, weight and depression scores (BDI-II) at baseline, end of treatment and at one year follow-up. Symptoms of parental depression were moreover measured at two year follow-up. Among treatment completers BMI-SDS decreased significantly from pre to post treatment (mean difference= 0.40 standard deviation scores (SDS), sd=0.29, F(2,60)=110.31, p<0.001) which was maintained at one-year (F(2,60)= 1.33, p=0.253) and two-years (F(2,60)= 3.19, p=0.079) post treatment. There was a significant reduction in blood pressure (systolic, 2.3 mm/Hg or 2.0%, p= 0.049 ; diastolic 4.1 mm/Hg or 6.5%, p<0.001). In a subsample (23) of participants, significant reductions were observed in total cholesterol (t(23)= 0.35, p < 0.05) triglycerides (t(23)= 0.31, p < 0.05) and fasting insulin levels (t(23)= 6.1, p < 0.05). Significant improvements were observed for measures of psychological well-being, (depression (F(1, 59)= 6.67, p < 0.05), anxiety (F(1(57)= 4.54, p < 0.05)) and children´s self-concept (F(1,59)= 19.2, p < 0.001). Further improvements were observed when followed up both at one year (F(1, 59)= 6.43, p < 0.05) and two years post treatment (F(1,59)= 7.61, p < 0.01). A significant reduction was observed in parental BMI scores from pre to post treatment (F(1,59)= 71.54, p<0.001) but a significant increase at one year post treatment (F(1,59)=41,87, p<0,001). Epstein´s family-based behavioural treatment showed promising effects in both the short and the long term in a sample of obese Icelandic children.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Svavar Már cand.psych.pdf360.67 kBLokaðurHeildartextiPDF