is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8583

Titill: 
  • Umhverfisvæn samfélög : Sólheimar í Grímsnesi teknir til skoðunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umhverfisvæn hugsun er ekki lengur val fyrir arkitekta og aðra er koma að skipulagi byggðar; hún er bæði aðkallandi og nauðsynleg. Sem betur fer hefur áhugi almennings á umhverfismálum aukist. Með vaxandi og upplýstari umræðu hefur hugtakið sjálfbærni borið oftar á góma. En hvað felur sjálfbærni í sér? Í skýrslu Brundtland-nefndarinnar árið 1987, kom formleg notkun hugtaksins fram í fyrsta sinn. Margir telja að hin síðari ár hafi hugtakið að mörgu leyti misst merkingu sína, sökum ofnotkunar og misskilnings á inntaki þess.
    Í samfélagi þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi er borin virðing fyrir auðlindum og umhverfi. Sjálfbær samfélög geta verið af ýmsum toga, mismunandi að stærð og aðstæðum. Það hversu sjálfbær samfélög eru fer allt eftir viðmiðum hverju sinni. Með vakningu um mikilvægi vistvænna áherslna í byggðu umhverfi, hafa sprottið fram ýmis umhverfisvottunarkerfi/staðlar. Þessir staðlar eru hugsaðir til að greina hversu vistvæn mannvirki og skipulög eru. Einnig má nefna aðferðafræðina The Ecological Footprint eða Vistsporið, sem notuð er til að greina umhverfislega sjálfbærni samfélaga.
    Sólheimar í Grímsnesi, lítið samfélag austan heiða, hafa hlotið vottun frá Global Ecovillage Network. Sólheimar eiga sér langa og merka sögu og byggðust upp undir stjórn Sesselju H. Sigmundsdóttir. Þar hefur verið stunduð lífræn ræktun frá 4. áratug síðustu aldar og umhverfissjónarmiðum gert hátt undir höfði. Hugmyndafræði Ecovillage er að mörgu leyti mjög jákvæð í okkar nútímasamfélagi sem einkennist m.a. af mikilli neysluhyggju og fyrirhyggjuleysi gagnvart umhverfinu. GEN-vottunin hefur þó verið gagnrýnd fyrir að vera reist á ófræðilegum grunni og sumir telja að henni sé í sumu tilfellum beitt í því skyni að laða að ferðamenn (sem er bæði jákvætt og neikvætt). Til að hljóta vottunina þurfa samfélög þó að ganga í gegnum sérstakt vottunarferli þar sem metnar eru umhverfisvænar áherslur þeirra og athafnir. Mjög margt er til fyrirmyndar á Sólheimum í tengslum við umhverfisvæna lifnaðarhætti. E.t.v. geta umhverfisvæn þorp, eins og Sólheimar, verið vísir að lausn til að manneskjan geti lifað við góð lífsgæði samfara lágu vistspori.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna