is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8588

Titill: 
  • Lestur okkar á umhverfi : hvernig snerta óáþreifanleg byggingarefni við okkur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig umhverfi og rými eru lesin. Við lestur okkar á ákveðnu rými vakna ávallt einhverjar tilfinningar. Þessar tilfinningar hafa áhrif á líðan okkar í rýminu og móta þær skoðanir sem við höfum á því.
    Staður og rými hafa því mikil áhrif á okkur sem einstaklinga. Byggingarefni verða skoðuð í ritgerðinni með hliðsjón af því hvernig þau hafa áhrif á einstaklinginn sem og rýmið. Ekki er verið að fjalla um byggingarefni út frá sjónarhóli eðlisfræðinnar heldur verður litið á hið huglæga og óáþreifanlega í efninu. Ástand efnis verður sett í samhengi við tíma, meðhöndlun og notkun. Þetta eru allt áþreifanleg byggingarefni. Hins vegar vörpum við yfir á áþreifanleg efni ákveðin óáþreifanleg gildi. Það eru þessi gildi sem gera staðinn að því sem hann er.
    Þau atriði sem lesa aðstæður rýmis eru skynfæri okkar. Sjón, heyrn, lykt, bragð og snerting. Þessi skynfæri safna ákveðnum upplýsingum saman í reynslubanka einstaklingsins. Þetta verða að minningum einstaklingsins og út frá reynsluheimi og minningum okkar tökum við ákvarðanir sem móta okkur að þeim einstaklingum sem við erum. Í sameiningu mynda skynfærin eina heildarmynd.
    Arkitektar þurfa að nýta sér þá eiginleika sem óáþreifanleg efni skapa til að lýsa umhverfi og stað fyrir okkur. Til þess að hræra í þeim tilfinningabrunni sem mótar okkur sem einstaklinga. Þar af leiðandi þurfa arkitektar að vera meðvitaðir um kraft skynfæra og þekkja hverjir eiginleikar byggingarefna eru.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf142.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna