is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8599

Titill: 
  • Kvikmyndir og tíska á sjötta áratugnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvikmyndir hafa frá upphafi haft mikil áhrif á áhorfandann. Kvenpersónurnar sem birtust á hvíta tjaldinu voru töfrandi og fallegar og konur fóru að stæla stíl kvikmyndastjarnanna
    sem höfðu sífellt meiri áhrif á tískumeðvitund almennings. Fatnaður birtist á ýmsan hátt í kvikmyndum sjötta áratugarins og samkvæmt kvikmyndafræðingnum Jeanine Basinger er hægt að greina persónur bíómynda eingöngu út frá því hverju þær klæðast. Fatnaðinn í bíómyndunum varð að hanna með það fyrir augum að fylgja eftir áhrifum, stíl og stefnu handritsins sem farið var eftir, auk þess sem hann þurfti að njóta sín vel á hvíta tjaldinu og hafa hátískulegan og tímalausan blæ. Ungur og óþekktur fatahönnuður, Hubert de Givenchy kemur fram á sjónarsviðið um miðja 20. öldina og öðlast heimsfrægð á nánast
    einni nóttu en fatnaður hans í bíómyndinni Sabrina (1954) þótti afskaplega fagur og fangaði tíðaranda sjötta áratugarins. Í kjölfarið hóf franska hátískan innreið sína í Hollywood. Á sjötta áratugnum áttu ungar dömur aðallega tvenns konar fyrirmyndir og voru báðar sóttar í kvikmyndaheiminn. Það voru þær Audrey Hepburn og Marilyn Monroe. Sú fyrrnefnda táknaði klassíska fegurð en sú síðarnefnda gerði meira út á hefðbundin kynþokka. Jeanine Basinger, prófessor í kvikmyndafræði, skrifaði bók um það hvernig kvikmyndir, sem voru stílaðar á kvenkynsáhorfendur á fjórða, fimmta og sjötta áratug síðustu aldar sendu villandi skilaboð til kvenþjóðarinna. Í bók sinni fjallar hún um það hversu mikil áhrif fatnaður í bíómyndum hafði á kvenpersónur, allt frá því að vera eingöngu varningur til þess að skapa hættu fyrir konuna og gaman er að skoða
    bíómyndirnar Sabrina, Funny Face og Gentlemen Prefer Blondes út frá kenningum hennar. Bíómyndin Sabrina markaði upphafið að ævilöngu samstarfi Audrey Hepburn og Givenchy og á milli þeirra myndaðist vinátta sem líktist helst ástarsambandi. Givenchy
    átti stóran þátt í að skapa ímynd Audrey Hepburn sem er líklega eitt þekktasta stílíkon
    samtímans.

Samþykkt: 
  • 19.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf794.56 kBLokaðurHeildartextiPDF