is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8610

Titill: 
  • Áhrif einkenna á einhverfurófi á sjálfsmat. Samanburður á sjálfsmati og mati annarra á einkennum einhverfu hjá fullorðnum skyldmennum vísitilfella
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var gerð í samstarfi við Íslenska Erfðagreiningu og Greiningar- og Ráðgjafarstöð Ríkisins. Gögnum var safnað á þeirra vegum og voru þátttakendur 2802 fullorðin skyldmenni barna með einhverfu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika tveggja kvarða (DSIM-s/i og SRS) sem ætlað er að mæla einhverfurófseinkenni hjá fullorðum ættingjum einstaklinga sem greinst hafa með einhverfu, sem og að kanna tilgátu þess efnis að innsæi í eigin hegðun tapist með auknum alvarleika einkenna eins og þau mælast á DSIM-s og DSIM-i. Þátttakendur voru fengnir til þess að meta einhverfueinkenni hjá sjálfum sér með DSIM-s listanum, auk þess sem annar matsaðili sem tengdist þátttakanda á einhvern hátt var einnig beðinn um meta einhverfueinkenni þátttakanda með DSIM-i og/eða SRS listanum. Próffræðilegir eiginleikar listanna voru kannaðir með þáttagreiningu, þar sem þriggja þátta lausn fékkst á öllum listum. Innra samkvæmni reyndist einnig gott. Kynjamunur var til staðar og hélst stöðugur í gegnum rannsóknina. Karlar mældust alltaf með meiri einkenni heldur en konur á öllum listum, hvort sem um var að ræða mat þeirra sjálfra eða mat annarra. Skorun matsmanna eftir tengslum þeirra við þátttakanda voru könnuð. Marktækur munur var á heildarskorum eftir tengslahópum. Skorun matsmanna á SRS listanum var borin saman við skorun matsmanna á DSIM-i listanum. Þar kom í ljós að heildarskor sem matsmenn gáfu þátttakendum fóru ekki eingöngu eftir því hvaða tengslahóp þeir tilheyrðu heldur einnig eftir hvaða tegund lista þeir svöruðu. Mikinn breytileika var að finna á meðalskori tengslahópa eftir því hvort um var að ræða SRS listann eða DSIM-i. Niðurstöður úr sjálfsmati voru bornar saman við niðurstöður úr mati annarra og kom enginn munur fram á meðaltali heildarskors hjá hópunum tveimur. Samband sjálfsmats og mats annarra var einnig kannað með því að raða heildarskorum á alvarleikakvarða og sambandið kannað fyrst út frá mati annarra og síðan út frá sjálfsmati. Sambandið hélst ekki stöðugt á milli samaburða sem bendir til þess að hér sé ekki um raunverulegan skort á innsæi að ræða eftir alvarleiki einkenna. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa því til kynna að notkun sjálfsmatslista sé réttmæt og áreiðanleg matsaðferð við mat á einkennum víðari svipgerðar einhverfu hjá fullorðnum.

  • Útdráttur er á ensku

    This research project was done in collaboration with Decode and the State and Diagnostic Counselling Center who managed all collection of data. Participants in this reserach were 2802 adults who were related to children with autism. The aim of the study was to describe and compare the psychometric properties of two scales (DSIM-s/i and SRS) measuring autistic traits in adult relatives of autistic probands. In addition, the aim was to test the hypothesis of a relative loss of insight with increased symptom severity as measured by the DSIM-s and DSIM-i reports. Participants rated autism symptoms within themselves with the DSIM-s report. An informant rater was also asked to rate autism symptoms for the participant. Psychometric properties were evaluated with a factor analysis, which resulted in three factors being extracted on all three reports. Cronbach‗s alpha indicated good reliability. A sex difference was reported throughout the study. Men score higher than women for symptoms of autism on all three reports, both self and informant versions. Informant reports were analyzed to see if scores were depend on type of relation to the participant. A significant difference between scores was found depending on relations. Informant scores on the SRS was compared to informant scores on the DSIM-i. Scores differed significantly between the two reports. Total scores on self reports were compared to total scores on informant reports. No signifacant difference was found. The relationship of self and informant reports was looked into by placing total scores on a severity scale and comparing the two, first by using informant reports as a golden standard and then by using self report as the golden standard. With this change in golden standard the relatioship between self- and informant reports was mirrored, which indicates that the first comparison did not represent a true loss of insight with increased symptom severity. The results of this study indicate that the use of self reports is a reliable and a valid method for assessing symptoms of broader autism phenotype in adults.

Samþykkt: 
  • 20.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð-ALLT.pdf894.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna