EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ArticleUniversity of Iceland>Ráðstefnurit>Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8664

Title
is

Þegar kynslóðir mætast: Að stjórna Y-kynslóðinni

Published
April 2011
Abstract
is

Miklar breytingar hafa orðið á samfélagsgerð okkar síðustu áratugi og á vinnumarkaði eiga margar ólíkar kynslóðir samskipti sín á milli sem kalla á nýjar áherslur innan fyrirtækja og einnig nýja stjórnunarhætti. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig íslenskir stjórnendur mæta þörfum nýrrar kynslóðar, Y - kynslóð á vinnumarkaði. Þessi kynslóð er fædd á árunum 1980-2000. Leitað er svara við spurningunni: Hvernig birtist viðhorf og sýn íslenskra stjórnenda til Kynslóðar - Y? Til að svara spurningunni voru tekin hálfopin viðtöl við tíu ólíka stjórnendur. Við greiningu á viðtölunum var beitt hefðbundnum eigindlegum greiningaraðferðum og leitað að þemum til að draga fram og lýsa hugmyndum viðmælenda. Niðurstöðurnar sýna að íslenskir stjórnendur eru allir sammála um að tilkoma Kynslóðar - Y á vinnumarkaðinn krefjist endurskoðunar fyrri starfs- og stjórnunarhátta. Þeir telja að með Y - kynslóðinni muni koma fram ný gildi og nýtt vinnusiðferði. Íslenskir stjórnendur telja Kynslóð - Y ekki eins trygga og holla fyrirtækjum og fyrri kynslóðir. Kynslóð - Y setur vinnuna ekki í forgang, heldur persónuleg málefni ólíkt eldri kynslóðum. Stjórnendurnir eru ennfremur sammála um að Kynslóð - Y búi yfir minni sveigjanleika en eldri kynslóðir. Kynslóð - Y leggur mikla áherslu á ýmis fríðindi og sveigjanlegan vinnutíma. Helstu kostir Kynslóðar - Y er dugnaður, metnaður og löngun til þess að gera vel. Kynslóð - Y er að þeirra mati vel menntuð og býr yfir mikilli tæknikunnáttu en hefur haft fá tækifæri til að afla sér reynslu á vettvangi.

Appeared in

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011

ISSN

1670-8288

ISBN

978-9979-9933-2-2

Accepted
23/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
24.Thegar_kynslodir_maetast_Gudrun_Gylfi.pdf246KBOpen Complete Text PDF View/Open