EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8676

Title
is

Þjónusta við börn með einhverfu: Athugun á ánægju foreldra með þjónustuna

Submitted
June 2011
Abstract
is

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga ánægju foreldra með þjónustu við börn með einhverfu, hvaða meðferð skapi mestu ánægjuna og hvort ánægja hafi áhrif á álag á fjölskylduna. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi svo vitað sé til. Útbúin var rafræn könnun sem send var til allra meðlima í Umsjónarfélagi einhverfra. Þátttakendur voru 106 foreldrar barna á aldrinum 0-12 ára sem greind eru með einhverfu. Niðurstöðurnar voru í samræmi við rannsóknir frá Bandríkjunum, foreldrar voru ánægðari með atferlisþjálfun heldur en TEACCH. Það er þó ekki vegna þess að foreldrar eyði meiri tíma í atferlisþjálfun heldur er eitthvað annað sem veldur ánægjunni. Þrátt fyrir að meiri ánægja ríki með atferlisþjálfun voru foreldrar barna í atferlisþjálfun með meiri áhyggjur af framtíð barna sinna heldur en foreldrar barna í TEACCH.

Accepted
23/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Þjónusta við börn ... .pdf1.1MBOpen Complete Text PDF View/Open