is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8752

Titill: 
  • Tryggvi Magnússon og Alþingishátíðin árið 1930
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tryggvi Magnússon er einn af merkustu listamönnum þjóðarinnar og hefur kannski ekki hlotið þá viðurkenningu sem hann á skilið. Tryggvi var fæddur á Bæ á Ströndum árið 1900. Ungur að árum var hann farinn að vekja athygli með teikningum sínum. Árið 1916 fór hann til náms við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Hann var staðráðinn í því að verða myndlistarmaður og hélt út í myndlistarnám til Kaupmannahafnar og síðar í New York í Bandaríkjunum og Dresden í Þýskalandi. Tryggvi var forgöngumaður í auglýsingateiknun á Íslandi og fyrstur allra til þess að hafa lifibrauð af því. Tryggvi átti stóran þátt í því að gera sjálfstæðisbaráttu Íslendinga myndræna. Hann vann mörg verk fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum árið 1930 og árið 1944 gerði hann skjaldarmerki Íslands. Fyrir Alþingishátíðina árið 1930 teiknaði Tryggvi flest öll sýslu- og bæjarmerkin, sem mörg hver eru enn í notkun í dag, og að auki teiknaði hann frímerki, merki hátíðarinnar, fornmannaspil, póstkort, búninga fyrir sögusýningu og fjórðungamerki.
    Framan af var Tryggvi mjög afkastamikill teiknari og fékkst við margvísleg verkefni. Hann var góður skopmyndateiknari og var einn af stofnendum Spegilsins sem var vinsælt skoptímarit. Einnig var Tryggvi einn af stofnendum Félags íslenskra teiknara sem sett var á laggirnar árið 1953. Tryggvi lenti í bílslysi árið 1939 og átti það slys eftir að hafa töluverð áhrif á hann. Það liggur ekki margt eftir Tryggva þann tíma sem hann átti eftirlifaðan. Tryggvi glímdi við Bakkus, eins og margir góðir listamenn, og var svo allt þar til hann kvaddi þennan heim, þann 7. september 1960.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf2.85 MBLokaðurHeildartextiPDF