is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8762

Titill: 
  • Notkun á breytum í hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ég kynntist breytuhönnun fyrst fyrir alvöru í Háskólanum í Innbrück undir handleiðslu Patrik Schumachers og má segja að þá hafi opnast fyrir mér algjörlega ný sýn eða jafnvel nálgun á arkitektúr. Þessi nýja nálgun lýsir sér þannig að arkitektinn býr til reglur sem að bygginging tekur mið af. Þessum reglum (e. Input) vinnur tölvan svo úr þær upplýsingar sem eru viðkomandi og gefur einhverja útkomu (e. Output). En í ferlinu eru gildi breytnanna auðbreytanleg með hjálp nýrra tölvuforrita og einnig eru mismunandi gildi auðsjáanleg í rauntíma á tölvuskjánum. Raunverulega er breyta vel skilgreind innan stærðfræðinnar, sem sú eining sem breytir eiginleikum kerfis eða reglu. Patrik Schumacher hefur sett upp lista með atriðum sem fylgja á eða forðast, allt í nafni breytustíls, áþekkan þeim sem Le Corbusier gerði fyrir módernisma. Lykilatriði hönnunarferlisins samkvæmt Schumacher eru gagnkvæm sambönd og breytileiki. Með hjálp tölvunnar getur, hver ein og einasta eining, hvort sem það er staðsetning, geometrísk eða efnisleg, verið tengd við orsakasamband, og haft áhrif á allar aðrar einingar í hönnuninni. Arkitektinn býr til og mótar sambönd eða reglur, samanber náttúrulögmál. Því er öllu ætlað að vera í sambandi og enduróma við allt annað. Líkt og í náttúrunni. Hugmyndafræðin líföpun (e. Biomimicry) byggist á að spyrja sig, hvernig myndi náttúran fara að því að leysa þetta. Með vaxandi áhuga á lífrænum formum hefur framsetning breyst mikið á undanförnum árum. Ekki bara hefur áherslan breyst frá tvívíðum grunnteikningum yfir í þrívíðar upplifunarmyndir, heldur getur tölvutæknin búið til skýringarmyndir (e. diagram) sem breytast jafnvel eftir framvindu þeirra og útkomuna má túlka á mismunandi hátt. Ný tölvutækni hjálpar einnig mikið til við framleiðslu þessara lífrænu forma, þau eru annað hvort skorin með CNC prentara í við eða með leysigeisla í nánast hvaða efnivið sem er. Tölvuforritin sem gera arkitektinum kleyft að horfa á flókið tengslanet breytna fljótandi og síbreytilegt í rauntíma á skjánum er ein af forsendum fyrir því að breytuhönnun er á annað borð til. Þessar upplýsingar eru einfaldlega alltof erfiðar fyrir einhvern til að setjast niður og reikna handvirkt og síðan teikna. Það tæki venjulegan mann líklega mörg ár að gera það sem tölvan gerir á nokkrum sekúndum.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf673.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna