is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8769

Titill: 
  • Áfengis- og vímuefnavandamál meðal barnshafandi kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfengis- og vímuefnaneysla er algengt heilsufarsvandamál meðal barnshafandi kvenna, sem stofnar ekki einungis þeirra eigin heilsu í hættu heldur einnig heilsu ófæddra barna þeirra. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er því að: 1) skoða afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu á fóstur; 2) hvað einkennir barnshafandi konur með áfengis- og vímuefnavandamál; og 3) hvaða úrræði heilbrigðiskerfið hafi fyrir þessar konur. Við heimildaleit þessa verkefnis var leitað í gagnasöfnum Cinahl (EBSCOhost), Google Scholar, PubMed og Scopus eftir fræðigreinum og rannsóknum sem birtar voru á tímabilinu 2001-2011.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að áfengis- og vímuefnaneysla á meðgöngu er skaðleg móður sem og ófæddu barni hennar. Barnshafandi konur í neyslu geta glímt við ýmis flókin félagsleg, líkamleg og sálræn vandamál. Sérhæfð meðgönguvernd veitir þessum konum sérstakt aðhald og vinnur í nánu samstarfi við þverfaglegt teymi. Í sameiningu veita þau viðeigandi úrræði til að vinna með vandamál sem til staðar eru hverju sinni, með góðum árangri.
    Ljósmæður í meðgönguvernd ættu alltaf að skima fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu meðal barnshafandi kvenna. Komi upp vandamál þurfa tilvísunarleiðir að vera skýrar. Ljósmæður þurfa að þekkja þau úrræði sem gagnast barnshafandi konum með áfengis- og vímuefnavandamál.
    Helstu leitarorð: Konur, vímuefnanotkun, meðganga, afleiðingar á fóstur og úrræði.

  • Útdráttur er á ensku

    Alcohol and drug abuse is a common health problem among pregnant women, that does not only affects their own health but also the health of their unborn child. The aim of this sys-tematic review was to examine: 1) the consequences of alcohol and drug abuse on the fetus; 2) common characteristics among these women; and 3) what solutions Healthcare Services are of-fered to these women. Literature review was done using Cinahl (EBSCOhost), Google Scholar, PubMed and Scopus as well as from reviews and researches published during the period 2001-2011.
    Results showed that alcohol and drug abuse during pregnancy is harmful to the mother as well as the unborn child. Social, mental and medical problems are common amongst pregnant women who abuse substances. The Special Prenatal Care offers these women health care during pregnancy. They also get assistance from a multidiscipline team when needed. Together these two services offer solutions to problems these women might have. This has shown good results.
    Midwives in prenatal care should always screen for alcohol and drug use among pregnant women. They need to know what solutions are available for pregnant women who abuse alcohol and drugs. Whether problems arise it must be clear when and where to they should to be referred.
    Keywords: women, drug use, pregnancy, consequences for the fetus and solutions.

Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rut PDF.pdf294.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna