is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8772

Titill: 
  • Heimafæðingar á Íslandi. Sögulegt yfirlit og útkoma heimafæðinga í héraði árin 1961-1973
Útdráttur: 
  • Á Íslandi varð mikil breyting á fæðingarstað á 20. öld, er fæðingar færðust frá heimilum inn á stofnanir. Rannsóknir hafa sýnt fram á öryggi í heimafæðingum til jafns við fæðingar á stofnunum ef um eðlilega meðgöngu, fæðingu og faglega umönnun er að ræða. Inngripatíðni er lægri í heimafæðingum.
    Notuð var megindleg afturvirk aðferð með lýsandi sniði. Upplýsingum um 97 heimafæðingar árin 1961-1973 var safnað með spurningalista sem notaður er í íslenskum hluta Norrænnar rannsóknar um heimafæðingar í dag.
    Stór hluti spurningalistans reyndist nothæfur. Aldur mæðra var 16 til 46 ár. Frumbyrjur voru 5,2%. Verkjalyf í fæðingu fengu 69.1%. Öll börn voru fædd í höfuðstöðu. Meðalfæðingarþyngd var 3751,6g. Vikugömul voru 69,9% barnanna eingöngu á brjósti. Spangaráverkar sem þurfti að sauma, allir af 1°og 2°, voru hjá 29,2% kvennanna. Ein kona var flutt á sjúkrahús í fæðingu og fæddi með keisaraskurði. Eitt barn var flutt á sjúkrahús en engin kona. Mæðradauði var enginn, en eitt barn dó á fyrstu viku, dánarorsök ókunn.
    Miklar breytingar hafa orðið á barneignarþjónustu og útkomu mæðra og barna frá þessum tíma. Um lýsandi niðurstöður er að ræða sem vert er að skoða nánar með stærra úrtaki í samhengi við nútíma fæðingarhjálp og heilsu mæðra og barna.
    Lykilorð: Fæðingarstaðir, sagan, heimafæðing, útkoma

  • Útdráttur er á ensku

    The place of birth changed in the 20th century as it moved from homes to hospitals. Studies have demonstrated the safety of home births equivalent to hospital births when attended by a professional and mothers´ pregnancy and birth is normal. Rate of intervention in home births has been lower.
    Quantitative method with retrospective descriptive design was used. Information on 97 home births in 1961-1973 was collected through a questionnaire that is used to gather information on home births in Iceland today as a part of a Nordic study in progress.
    A large part of the questionnaire was useable for this period too. Maternal age was 16 to 46 years. Primiparae was 5,2%. 69,1% got medications for pain relief. All babies were born in occipital position. The mean birth weight was 3751,6g. When week old, 69,9% were exclusively breastfed. Perineal injury that needed suturing, all of which were of first and second degree, was seen in 29,2% of women. One woman who began birth at home was transported to hospital were she had a Cesarean. One newborn was transported to hospital after delivery but no woman. The maternal mortality rate was zero, but one infant died in the first week, cause of death unknown.
    Since this era major changes have occurred in maternity services and outcomes of care for mothers and babies. It would be interesting is to explore these descriptive findings in a larger sample and compare to modern childbirth care and mothers´ and babies´ health.
    Keywords: Place of birth, history, home births, outcomes.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 26.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni - prenta.pdf739.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna