is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8788

Titill: 
  • Hvernig öðlast hjúkrunarfræðingar fagmennsku? Fræðilegt yfirlit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fagmennska í hjúkrun liggur til grundvallar árangri starfsins og hefur áhrif á öryggi sjúklinga og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Þekkingu um fagmennsku hefur fleygt fram en hér á landi eru til fáar heimildir um fagmennsku í hjúkrun og ekki liggja fyrir leiðbeiningar á þessu sviði. Hins vegar hafa verið gefnar út leiðbeiningar af samtökum kanadískra hjúkrunarfræðinga, Registered Nurses´Associations of Ontario. Þar koma fram átta lykilþættir fagmennsku sem eru; þekking, fróðleiksfýsn, sjálfræði, hugsjón, málsvari, samvinna, siðfræði, og ábyrgð. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að varpa ljósi á rannsóknarniðurstöður um hvernig hjúkrunarfræðingar öðlast fagmennsku. Rannsókna var leitað í gagnagrunnum og á vefsíðum faglegra samtaka og stofnana. Niðurstöður sýna að samspil margra þátta hefur áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar öðlast fagmennsku og má þar helst nefna starfsumhverfi, stjórnendur, samstarfsaðila og gagnrýna hugsun. Niðurstöður benda jafnframt til að þörf sé á að efla ýmsa þætti í námi hjúkrunarfræðinga svo sem að þjálfa gagnrýna hugsun og að greina og nýta rannsóknir. Að lokum eru settar fram tillögur um hvernig má efla fagmennsku hjúkrunarfræðinga í starfi miðað við þekkingu og þjálfun hjúkrunarfræðinga sjálfra, skipulag og stjórnun heilbrigðisstofnana, kennslu í hjúkrunarfræði og stefnumótun í hjúkrun.

Samþykkt: 
  • 27.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf512.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna