EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8804

Title
is

Fjötrar og frelsissvipting

Submitted
June 2011
Abstract
is

Beiting fjötra og frelsissvipting eru mjög alvarleg inngrip í sjálfræði einstaklinga. Hugtakið fjötrar er notað yfir margskonar þætti sem snúa að því að hefta frelsi skjólstæðinga, t.d að læsa útihurðum á deild. Að þurfa að beita skjólstæðing fjötrum er verkefni sem krefst þekkingar og færni því um er að ræða flókið verk með fjölda siðferðilegra álitamála sem snúa að kjarna mannréttinda hvers einstaklings. Heilbrigðisstofnanir geta vegna fjölbreytilegra viðfangsefna og mismunandi einstaklinga sem þangað leita verið vettvangur þar sem nauðsynlegt getur reynst að beita fjötrum. Af þeim sökum er mikilvægt að starfsfólk sjúkrahúsa kunni skil á réttindum sjúklinga og verklagi við beitingu fjötra svo sem hvaða fjötra má og er við hæfi að beita hverju sinni. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvaða klíníska færni og þekking hjúkrunarfræðingar þurfa að búa yfir við beitingu fjötra. Hvaða þekking er til um fjötra, algengi notkunar, ástæður, ávinningur og gallar. Hjúkrunarfræðingar er sú fagstétt sem hvað mest reynir á í þessu samhengi vegna eðli starfs þeirra og tíðra samskipta við sjúklinga, því er afar mikilvægt að klínísk þekking þeirra á fjötrum sé góð og að beiting fjötra sé í samræmi við réttindi sjúklinga á hverjum tíma. Erlend þekking er nokkur um viðfangsefnið en íslensk þekking er lítil. Ástæður fyrir notkun fjötrana er af öryggisástæðum fyrir skjólstæðinga, starfsmenn og almenning. Ávinningur er öruggara vinnuumhverfi. Gallar við notkun fjötra er vanþekking starfsfólk, ofnotkun og valdbeiting. Niðurstöður verkefnisins benda til að notkun fjötra sé algeng á sjúkrahúsum víða en vísbendingar eru um að notkun fjötra sé algengari hérlendis. Niðurstöður benda einnig til þess að vanþekking er á viðfangsefninu, mögulega vegna skorts á klínískum leiðbeiningum og gæðavísum á Íslandi. Heimildaöflun fór að mestu leyti fram með notkun rafræna gagnasafna. Miðast var við að afla gagnreyndra erlendra og íslenskra gagna.
Lykilorð: Fjötrar, ofbeldi, réttindi sjúklinga, valdbeiting, öryggi skjólstæðinga, skerðing á frelsi.

Accepted
30/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerð 2011 F... .pdf388KBOpen Complete Text PDF View/Open