EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8836

Title
is

Endurhæfing vegna offitu á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað

Submitted
May 2011
Abstract
is

Ofþyngd og offita hefur verið vaxandi vandamál síðustu áratugi og nú er vandinn skilgreindur sem alheimsfaraldur og er Ísland þar ekki undanskilið. Ástæðurnar eru margvíslegar en ráðast þó aðallega af hegðunarþáttum og stærstu áhrifaþættirnir eru mataræði og hreyfing. Í þessari heimildasamantekt er fjallað um ofþyngd og offitu, skilgreiningar, orsakir, afleiðingar og leiðir til úrbóta með áherslu á endurhæfingu vegna offitu á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN). Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki á sviði heilsueflingar og heilbrigðisfræðslu í að ná stjórn á offitufaraldrinum og koma í veg fyrir sjúkdóma af völdum ofþyngdar og offitu. Á FSN hefur verið boðið upp á endurhæfingu fyrir fólk í ofþyngd og offitu frá árinu 2007. Endurhæfing á FSN er þverfagleg teymisvinna og hópmeðferð fyrir átta einstaklinga í fimm vikur og eftirfylgni í tvö ár. Meginmarkmið endurhæfingarinnar er að auka skilning á orsökum og afleiðingum offitu með fræðslu þar sem aðaláhersla er á breyttan lífsstíl til frambúðar. Unnið er jafnhliða með líkamlega, sálræna og félagslega þætti. Höfundar töluðu við þrjá einstaklinga sem lokið höfðu meðferð fyrir a.m.k. tveimur árum síðan og spurðu út í árangur og reynslu þeirra af endurhæfingu vegna offitu á FSN, einnig var rætt við hjúkrunarfræðing í endurhæfingarteymi FSN. Niðurstöður voru þær að endurhæfing við offitu skilar árangri að því leyti að flestir þátttakendur hætta að þyngjast, viðhalda eigin þyngd eða léttast á meðan á endurhæfingunni stendur, þó virðast flestir eiga erfiðast með að viðhalda árangrinum þegar eftirfylgni lýkur. Við teljum að lykillinn að betri árangri í þyngdarstjórnun og bættri líkamlegri og sálrænni líðan, sé bætt eftirfylgni t.d. með því að heilsugæslan sinni reglubundnum mælingum og viðtölum og efli þannig einstaklinga í að viðhalda og auka þyngdartap. Einnig þarf að virkja fjölskyldu einstaklings sem stuðning fyrir hann á meðan á endurhæfingu stendur og einnig eftir útskrift.
Lykilhugtök: Offita, ofþyngd, endurhæfing, hópmeðferð, næring og hreyfing.

Accepted
31/05/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Forsíða.pdf19.6KBOpen Front Page PDF View/Open
loka loka 3.pdf1.86MBOpen Complete Text PDF View/Open