is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8837

Titill: 
  • Konur og kransæðasjúkdómar: : upplifun og andleg líðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á hverju ári deyja um 1.95 milljónir manna úr kransæðasjúkdómum í Evrópu, ein af hverjum fimm konum og einn af hverjum fimm körlum 75 ára og yngri. Árið 2009 létust á Íslandi 204 karlar og 146 konur úr kransæðasjúkdómum. Tilgangur heimildarsamantektarinnar er að komast að því hver upplifun og andleg líðan kvenna er að greinast og lifa með kransæðasjúkdóm.
    Niðurstöður sýna að konur upplifa mikla óvissu og ótta eftir greiningu. Þær óttast m.a. framtíðina og að geta ekki sinnt sínum daglegu venjum. Veita þarf konum sérstaka athygli eftir greiningu kransæðasjúkdóms því þær eru í mikilli áhættu á að greinast með þunglyndi og kvíða. En þunglyndi gæti aukið hættu á endurteknu hjartaáfalli.
    Konur þurfa á félagslegum stuðning að halda, sumar geta átt í erfiðleikum með að ræða sín heilsufarsvandamál við nána aðstandendur. Kynjaskiptir meðferðarhópar er góð leið fyrir konur til að ræða sín vandamál og vangaveltur. Rannsóknir benda til þess að meðferðarhópar sem byggjast á fræðslu og endurskipulagningu bæti lífsgæði kvenna. Konur eru að verða upplýstari um þá áhættu að greinast með kransæðasjúkdóm en þó er það enn ábótavant.
    Konur meta það að hafa reyndan hjúkrunarfræðing sér til stuðnings. Hjúkrunarfræðingar geta gengt mikilvægu hlutverki í að styðja og fræða konur í bataferli þeirra, þar sem þeir eru í nánu sambandi við konur þegar þær liggja inn á sjúkrahúsi eru þeir í góðri aðstöðu til að styðja þær og miðla til þeirra fræðslu.
    Lykilhugtök: Kransæðastífla, upplifun og andleg líðan

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konur og kransæðasjúkdómar.pdf529.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna