is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8858

Titill: 
  • Íslenskir áfengisframleiðendur : markaðssetning á internetinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessari ritgerð er ætlað að beina ljósi að markaðssetningu íslenskra áfengisframleiðenda á internetinu. Hvað er líkt með þeim og ólíkt. Höfundur hefur tekið saman helstu markaðsaðgerðir mögulegar á internetinu og útlistað hvernig þær virka. Höfundur skýrði einnig frá stuttri framleiðslusögu áfengis á Íslandi og hvernig hún hefur aukist svo um munar á síðustu árum.
    Höfundur tók viðtöl við þrjá framleiðendur áfengis á Íslandi og spurði ýmissa spurning um markaðssetningu þeirra á áfengum drykkjum á internetinu og hvernig nýtt frumvarp til Alþingis, um herðingu laga á áfengisauglýsingum, sem enn er ósamþykkt, hefði áhrif á þeirra markaðsstarf. Höfundur fer í gegnum sögu þessara þriggja fyrirtækja, Bruggsmiðjunnar, Vífilfells og El Grilló og fer í gegnum tilurð þeirra. Hann útskýrir einnig stærðarmun þeirra, mun á framleiðsluaðferðum og landfræðilegri stöðu.
    Höfundur komst að því að öll fyrirtækin eru með heimasíður og nota Facebook sem miðil. Öflugasta fyrirtækið, Vífilfell notar einnig sjónvarpsauglýsingar en setur sér strangar siðferðisreglur um birtingu þeirra. Vífillfell notar einnig vefborða og er með heimasíðu og nokkra facebook aðganga, eina fyrir hverja bjórtegund sem þeir framleiða. Bruggsmiðjan og El Grilló gera þau grundvallarmistök að stofna Facebook síður sínar sem einstaklingssíðu þar sem þeim eru hömlur settar varðandi vinafjölda, hámarkið er 5.000 vinir en mun fleiri geta verið vinir þeirra á síðum ætluðum félögum og fyrirtækjum. Bruggsmiðjan er með tiltölulega virka Facebook síðu á meðan að nánast engin hreyfing er á Facebook síðu El Grilló og þeir nota ekki sérstaka sögu sína um tilurð El Grilló á heimasíðu sinni sem höfundi þykir miður.
    Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að yfirvofandi herðing laga um áfengisauglýsingar mun hafa mest áhrif á Vífilfell sem eyðir hvað mestu fé í markaðsaðgerðir og auglýsingar.
    Höfundur gefur sitt álit á það hvernig þessi þrjú gjörólíku fyrirtæki geta notað internetið í þeirra markaðssetningu og hversu undarlegt það er að ekkert þeirra hefur í raun skýra, opinbera stefnu í markaðsmálum. Vífilfell, sem er þeirra öflugast, er með skýrustu stefnuna en höfundur sér þó margar leiðir til útbóta.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Trausti BS verkefni.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna