is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8871

Titill: 
  • Leikstjóri tónanna : tónverk fyrir 6 persónur úr íslenskum leikritum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í vor mun ég flytja útskriftarverk mitt, Leikstjóri tónanna; tónverk fyrir 6 persónur úr íslenskum leikritum. Verkið er sex sjálfstæðar tónsmíðar, þar sem ég túlka sex persónur úr jafnmörgum íslenskum leikritum, sem eru vandlega valin með tilliti til mismunandi tímabila í íslenskri leiklistarsögu og mismunandi karkatereinkenna, þar sem markmiðið var að hafa persónurnar sem fjölbreyttastar, samanber Jón bónda úr Gullna hliðinu og hrokagikkinn Hans úr leikritinu And Björk, of course. Í þessari ritgerð fjalla ég nánar um þetta ferli og lýsi nálgun minni á tónsmíðum tengdum þessum persónum, þar sem ég skoða baksögur þeirra og útskýri aðferðarfræði og ástæður fyrir því tónefni sem ég vel fyrir hverja persónu ásamt því að bera saman eldri og yngri persónur til þess að sjá hvort heyranlegur munur sé á tónlist þeirra. Í ferlinu hitti ég nokkra starfandi leikara að máli og kynnti mér aðferðir þeirra við karaktersköpun til þess að geta nálgast efnið á sem bestan hátt. Í ritgerðinni leitast ég við að fá svör við ákveðnum spurningum, sem komu upp í vinnuferli mínu eins og :
    Skapar persónan tónlistina eða öfugt, er heyranlegur munur á tónsmíðum fyrir persónur úr eldri leikritum, með tilliti til þjóðfélagsstöðu og tíðaranda og að lokum reyni ég að fá svar við mikilvægustu spurningunni: Hvaða þætti ber að hafa í huga til að koma ákveðnum persónueinkennum til skila með tónlist?

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf711.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna