is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8888

Titill: 
  • Hvernig hafa fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í markaðsstarfi breyst við efnahagshrunið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Auglýsinga- og kynningarstarf er veigamikill þáttur þegar markaðssetja á vöru og þjónustu. Þegar efnahagssamdráttur er í þjóðfélaginu er enginn undantekning þar á og því mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að átta sig á hvernig best er að haga sér á slíkum tímum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þau fyrirtæki sem ekki draga úr fjármagni til auglýsinga- og kynningarstarfs auka hagnað sinn meira en þau fyrirtæki sem draga saman seglin í þeim málum.
    Í þessu verkefni er kannað hvernig íslensk fyrirtæki hafa brugðist við í þeim samdrætti sem nú gengur yfir. Skoðað er hvort þau hafi aukið eða dregið úr fjárfestingum til auglýsinga- og kynningarstarfs milli áranna 2007 og 2009 og hvaða áhrif það hefur haft á veltu fyrirtækisins.
    Könnun var gerð meðal 300 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi og sýndi hún fram á að meirihluti íslenskra fyrirtækja hafði aukið fjárfestingar til auglýsinga- og kynningarstarfs í kjölfar hrunsins. Einnig kom í ljós að velta þeirra fyrirtækja sem aukið höfðu fjárfestingar sínar í auglýsinga- og kynningarstarfi hafði oftar aukist á milli 2007 og 2009 heldur en þeirra fyrirtækja sem drógu úr fjármagni til þeirra hluta. Marktæk tengsl voru á milli þess að markaðsstjóri var starfandi hjá fyrirtækinu og þess að velta jókst. Engin tengsl fundust á milli þess hvort markaðsstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu og þess hvort fyrirtæki fjárfesti meira eða minna en áður í auglýsinga- og kynningarstarfi. Ekki virtist heldur skipta máli hvort markaðsstjórinn væri menntaður sem slíkur.
    Lykilorð: Markaðsstarf, efnahagssamdráttur, fjárfesting, fyrirtæki, Ísland

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jona_loka10mai.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna