is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8892

Titill: 
  • Unglingabækur í kennslu : vannýttar bjargir?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð fjallar um það hvort og þá hvernig er hægt að nýta unglingabækur í kennslu á unglingastigi grunnskóla. Sérstaklega var skoðað hvort nota megi lestur unglingabóka til að sporna við áhugaleysi um lestur skáldsagna og hvort færa megi rök fyrir því að með lestri unglingabóka geti unglingar mátað sig í ýmis hlutverk og lært eitthvað um sjálfa sig, lífið og tilveruna. Gerð var heimildarannsókn á því hvað fræðimenn hafa sagt um þetta tímabil sem nefnt hefur verið unglingsár, hvaða breytingar verða á þroska einstaklingsins og hver helstu viðfangsefni hans eru bæði í skólakerfinu og í mótun sjálfsmyndar. Þá var skoðað hvaða kröfur skólakerfið gerir til menntunar unglinga, bæði almennt og til bókmenntakennslu sérstaklega og hvaða kennslufræði liggja til grundvallar þeim kennsluaðferðum sem eru notaðar til að ná þeim markmiðum sem lög og reglur setja.
    Að þessu loknu er stefnan tekin á unglingabækur. Þar var litið til ýmissa fræðimanna og rök þeirra fyrir því að telja, eða telja ekki, barna- og/eða unglingabækur til sérstakrar bókmenntagreinar en sú flokkun hefur verið umdeild meðal bókmenntafræðinga. Hér er því haldið fram að í þessu samhengi skipti meira máli að valdar séu bókmenntir sem höfði til nemendanna af því þær innihalda eitthvað sem unglingarnir geta samsamað sig við, þannig viðhaldist lestraráhuginn.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar voru teknar fyrir nokkrar unglingabækur með það fyrir augum að kanna hvort þær geti nýst í kennslu á unglingastigi grunnskólans. Bækurnar voru skoðaðar frá sjónarhorni bókmenntafræða og náms- og kennslufræða og gefinn gaumur að því hvernig efni unglingabókanna tengist viðfangsefnum unglingsins.
    Að lokum voru settar fram hugmyndir um nálgun að kennslu unglingabóka sem nær til allra unglingabóka (og annarra bóka).
    Niðurstaðan er að unglingabækur séu vannýttar í baráttunni við minnkandi bóklestur unglinga og að það þurfi að viðurkenna þær sem mikilvægt skref á leiðinni frá barnabókum í þyngri bókmenntir.

Samþykkt: 
  • 31.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unglingabaekur_i_kennslu_BirgittaHassell.pdf737.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna