is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/891

Titill: 
  • Samruni og útrás íslensku bankanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Samruni og útrás íslensku bankanna hafa verið áberandi í íslenskum fjármálamarkaði á undanförnum árum.
    Greindar eru mismunandi tegundir samruna eftir því hvort fyrirtæki efla núverandi starfsemi með samruna fyrirtækja í samkeppni eða fara inn á ný svið. Greinarmunur er gerður á ólíkum hvötum samruna og árangur skoðaður í ljósi markmiða.
    Útrás má greina eftir mismunandi stefnumörkun og sömuleiðis með hliðsjón af ólíkum hvötum til útrásar.
    Mikil breyting hefur orðið á íslenskri bankastarfsemi á síðustu 15 árum. Breytingarnar eiga rót að rekja til aukins viðskiptafrelsis og þróunar fjármálamarkaðarins frá pólitískt miðstýrðu bankakerfi til markaðsvæðingar með frjálsri verðmyndun og vaxtafrelsi. Á annan tug stærri og minni banka og sjóða hafa sameinast í þrjá banka.
    Samruni íslensku bankanna var forsenda útrásar þeirra og öflugs vaxtaskeiðs heima og erlendis. Í öllum meginatriðum virðast markmið og stefna stjórnenda hafa náðst hvað varðar hagræðingu annarsvegar og vöxt á nýjum mörkuðum hinsvegar. Útrásarstefnan var á markaði með skyldri menningu þeirri íslensku þar sem unnt er að byggja á þekkingu og menningu sem bankarnir þekkja. Stefna þeirra hefur því fremur verið fjölþjóðleg en hnattræn en vísbendingar koma fram um að í framtíðinni muni þeir þróa stefnu sína í þá átt.
    Lykilorð:
    Samruni – Útrás – Stefna – Fjármálamarkaður – Hagkvæmni - Ávinningur

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samruniogutras.pdf638.09 kBOpinnPDFSkoða/Opna