is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8922

Titill: 
  • Stjórnsækni og stefnufesta
Útgáfa: 
  • Desember 2007
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er tekist á við spurninguna um hlutfallslegt vægi stjórnsækni og stefnufestu hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Við myndun samsteypustjórna þurfa flokkar oft að meta kosti þess að komast í stjórnaraðstöðu á móti því að gefa eftir einhver stefnumál sín. Rannsóknir benda til þess að íslenskir stjórnmálaflokkar séu fremur stjórnsæknir og setji það tiltölulega lítið fyrir sig að gefa eftir stefnumál sín. Þrjár tilgátur eru settar fram um það í greininni hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir íslensk stjórnmál: Í fyrsta lagi að íslenskir stjórnmálaflokkar hafi tilhneigingu til að mynda lágmarks sigursamsteypur og myndi síður minnihlutastjórnir eða stjórnir með aukaflokka innanborðs en flokkar í nálægum ríkjum, í öðru lagi að stjórnarsáttmálar séu styttri en í öðrum ríkjum og í þriðja lagi að skipting ráðuneyta sé tiltölulega hagstæð smærri stjórnarflokkum vegna harðrar samkeppni um að komast í stjórnaraðstöðu. Tilgáturnar fá í meginatriðum stuðning af gögnum sem skoðuð voru að undanskilinni annarri tilgátunni. Þótt stjórnarsáttmálar séu afar stuttir á Íslandi er ekki almennt samband á milli stjórnsækni og lengdar stjórnarsáttmála af því tagi sem tilgátan gerir ráð fyrir, í þeim löndum sem samanburðargögn eru til um. Á hinn bóginn kemur í ljós að þar sem stjórnarsáttmálar eru stuttir hafa forsætisráðherrar þess meiri völd. Á Íslandi fara hins vegar saman valdalitlir forsætisráðherrar og stuttir stjórnarsáttmálar, sem samrýmist vel hugmyndum um stjórnsækni íslenskra stjórnmálaflokka.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 3 (2) 2007, 191-212
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 3.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2007.3.2.7.pdf181.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna