is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8939

Titill: 
  • Vistferilsgreining á timbureiningahúsi frá vöggu til grafar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin inniheldur samantekt á umhverfislegum áhrifum timbureiningahús samansett á Íslandi og byggt ofan á steyptan sökkul að stærð 92m2. Markmið verkefnisins var að finna umhverfisleg áhrif timbureiningahúss frá vöggu til grafar yfir 50 ára líftíma hússins. Greiningin á húsinu var skipt niður í 1m2 af þaki, 1m2 af út- og innvegg, 1m2 af gólfplötu að meðteknum sökkli, 1m3 af jarðvegsskiptum sem heimfærður var á 1m2 af sökkulplötu miðað við staðlað dýpi, allir gluggar, hurðir og baðherbergi voru tekin í heild. Greindir voru allir helstu byggingahlutir þess þar sem hver byggingaíhlutur fékk sína eigin greiningu. Byggingahlutir voru greindir frá vöggu til grafar að undanskildum sökklinum og jarðvegspúðanum. Aðallega voru greindir 6 umhverfisþættir. Af þessum umhverfisþáttum voru gróðurhúsaloftegundirnar (CO2 ígildin) tekin sérstaklega fyrir. Byggingatimbrið orsakar mest af gróðurhúsaloftegundum ef tekið er tillit til brennslu þess í lok líftíma, en jafnframt ávinnur timbrið kolefni á uppvaxtartíma trésins sem mótvægi við gróðurhúsaáhrifunum. Timbrið orsakar um 13% af heildargróðurhúsaáhrifum hússins ef tekið er tillit til brennslu timbursins. Mestu gróðurhúsaáhrif timbureiningahússins er steypan, á eftir kom þakjárnið og í þriðja sæti voru gifsplöturnar. Umhverfisáhrif lífsferils byggingahlutanna er breytilegur eftir því hvort timbrið sé tekið með eða ekki. Ef ávinningur timbursins er ekki tekinn með verða 43% af gróðurhúsaáhrifunum af völdum förgunar, framleiðslan 34%, viðhald og endurnýjun 16%, landflutningar 5% og sjóflutningar 2%. Birt eru frekari umhverfisáhrif hússins hér neðar í skýrslunni. Ekki var farið út í frekari túlkun á umhverfisáhrifum hússins. Orkunotkun á líftíma hússins er ekki tekin með. Ekki var hægt að bera húsið í heild sinni saman við aðrar greiningar vegna sérstöðu verkefnisins.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis presents results of a life cycle anlysis that was done on a prefabricated wooden house built on Iceland and put on a concrete foundation. The aim of the project was to find the environmental impact of the whole process from cradle to grave over 50 years. The house analysis was divided into building pieces, 1m2 of roof, 1m2 of outer and inner wall, 1m2 of floor includes the foundation, 1m3 of gravel bed that were transferred to 1m2 of the foundation floor regarding a fixed depth. All windows, doors and a bathroom were also included. All individual building pieces were analysed from cradle to grave except the foundation and the gravel bed. It was mainly focused on 6 environmental factors and from those six factors it was chosen to look further into the global warming potential (GWP). The timber contributes the most considering incineration at the end of life of the timber, but it also gains carbon while it is growing. Therefore it only contributes about 13% to the GWP. The biggest GWP comes from the production of the concrete. then the cladding of the roof and in the third place are the gypsum plates. The environmental impact of the life cycle is variable depending on the timber being analysed or not. If the timber is taken as a neutral zero factor. The life cycle impact divides as the waste contributes about 43%, production 34%, removal and maintenance 16%, transport by road 5% and transport by sea 2%. The energy cost of the building use phase was not included. No weighting of the environmental impact was considered or any comparing because of the project’s uniqueness.

Samþykkt: 
  • 6.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vistferilsgreining á timbureiningahúsi frá vöggu til grafar.pdf4.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna