EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8958

Title
is

Niðurskurður í íslenskri kvikmyndagerð

Submitted
May 2011
Abstract
is

Staða íslenskrar kvikmyndagerðar er á hálum ís og óljóst er með framtíð geirans hér á landi vegna mikilla niðurskurða í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn og starfsfólk tengt kvikmyndaiðnaðnum á Íslandi hafa opinberlega tjáð óánægju sína á 35% skerðingu fjárframlaga ríkisins til íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndagerðarmenn halda því fram að íslenska ríkið sé í raun að tapa til lengri tíma litið á þessum umdeilda niðurskurði íslenskra stjórnvalda.
Í ritgerðinni er litið er á menningarlegt gildi íslenskrar kvikmyndagerðar út frá hagfræðilegum sjónarmiðum. Einnig er rannsakað hvort fyrstu viðbrögð íslenskra kvikmyndagerðarmanna, við aðgerðum ríkisins, séu í samræmi við þann samdrátt, sem þeir óttuðust að yrði í kvikmyndaiðnaðnum. Í því sambandi er litið til áhrifa íslenskra kvikmyndaiðnaðarins á þjóðarhag, með tilliti til menningarlegra og fjárhagslegra þátta.
Þetta er rannsókn byggð á reynslu og athugun, yfirliti og úttekt. Rannsakandi byggir rannsóknina á reynslu og vitnisburðum fólks sem vinnur í íslenska kvikmyndaiðnaðnum, ásamt fyrirliggjandi gögnum.
Með svo harkalegum niðurskurði á fjárframlögum til kvikmyndagerðar lítur út fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tekið nokkuð vanhugsaða skyndiákvörðun. Ákvörðunin umdeilda virðist ekki hafa verið hin besta úrlausn stjórnvalda og nú stefnir í að niðurskurðurinn verði leiðréttur smám saman á komandi árum eða samhliða því að fleiri rannsóknir um málið verði gerðar.

Accepted
06/06/2011


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaritgerð Elvars.pdf1.06MBOpen  PDF View/Open